Peningamál - 15.05.2013, Síða 9

Peningamál - 15.05.2013, Síða 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 9 þrjátíu ár. Eins og mynd I-9 sýnir á það þó einungis við um hlutdeild raunútgjalda af raunvirði landsframleiðslunnar. Sé horft til hlutdeildar nafnútgjalda í verðmæti landsframleiðslunnar er innflutningshlutdeildin töluvert fyrir ofan sögulegt meðaltal enda hefur hlutfallslegt verð inn- flutnings hækkað verulega eftir mikla gengislækkun krónunnar. Þess má einnig vænta að hlutdeild utanríkisviðskipta í landsframleiðslu auk- ist smám saman með auknum alþjóðaviðskiptum. Nánari umfjöllun um eftirspurn einkageirans og hins opinbera er að finna í köflum IV og V. Minni hagvöxtur í fyrra og í ár en spáð var í febrúar Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur í fyrra 1,6%, sem er 0,6 prósentum minni vöxtur en spáð var í Peningamálum í febrúar. Skýrist það fyrst og fremst af kröftugri innflutningsvexti en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Á seinni hluta ársins var vöxtur frá sama tíma árið áður 1,8%, en í febrúar hafði verið gert ráð fyrir 2,5% vexti. Nú er áætlað að á fyrsta fjórðungi í ár hafi árstíðarleiðrétt lands- framleiðsla vaxið um 0,3% frá fyrri fjórðungi og um 1,5% frá sama fjórðungi fyrra árs.3 Búist er við að hagvöxtur verði enn hægari á öðrum ársfjórðungi en taki heldur við sér á seinni hluta ársins og verði 1,8% á árinu í heild. Það er heldur minni vöxtur en spáð var í febrúar, en þá var gert ráð fyrir 2,1% hagvexti í ár. Skýrast verri horfur fyrst og fremst af mun minni fjármunamyndun en spáð var í febrúar, í takt við niðurstöður nýrrar könnunar um fjárfestingaráætlanir innlendra fyrirtækja fyrir árið í ár, eins og áður hefur verið rakið. Á móti hægari vexti innlendrar eftirspurnar vegur þó nokkru jákvæðara framlag utan- ríkisviðskipta til hagvaxtar en spáð var í febrúar. Hagvaxtarhorfur fyrir næstu tvö ár versna einnig Hagvaxtarhorfur til næstu tveggja ára eru einnig taldar lakari en í febrúar. Nú er búist við 3% hagvexti á næsta ári en í febrúar var spáð 3,7% vexti. Svipuð breyting verður á hagvaxtarspá fyrir árið 2015, en nú er gert ráð fyrir 3,5% í stað 3,9% vexti í febrúarspánni. Skýrast lakari horfur fyrst og fremst af hægari vexti innlendrar eftirspurnar og þá aðallega af hægari vexti fjárfestingar á meginhluta spátímans. Gangi spáin eftir verður meðalhagvöxtur í ár og á næstu tveimur árum 2,8% í stað 3,2% í febrúarspánni. Það er svipað og meðalhagvöxtur síðustu þrjátíu ára sem hefur verið 2,5%. Þótt gert sé ráð fyrir nokkru hægari vexti innlendrar eftirspurnar á spátímanum en í febrúarspánni, verður innlend eftirspurn eftir sem áður megindrifkraftur hagvaxtar á tímabilinu. Landsframleiðslan verður um 2½% minni í lok spátímans en gert var ráð fyrir í febrúar Bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til lakari hagvaxtar í fyrra en spáð var í febrúar og mældist landsframleiðslan tæplega 1% minni á síðasta fjórðungi ársins. Gangi spá bankans eftir verður landsfram- leiðslan um 9% meiri í lok spátímans um mitt ár 2016 en áætlað er að 3. Hér er vísað í árstíðarleiðréttar tölur sem byggjast á mati Seðlabankans. Eins og rakið er í rammagrein IV-1 í Peningamálum 2012/4 virðast aðferðir Hagstofunnar við árstíðarleið- réttingu ekki henta við túlkun efnahagsþróunar innan árs og kýs Seðlabankinn því að nota aðrar aðferðir við árstíðarleiðréttingu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-10 Hagvöxtur - samanburður við PM 2013/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2013/2 PM 2013/1 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘16201520142013201220112010 1. Árstíðarleiðrétt gögn Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-11 Árstíðarleiðrétt verg landsframleiðsla - samanburður við PM 2013/11 Magnvísitala, 3. ársfj. 2008 = 100 PM 2013/2 PM 2013/1 85 90 95 100 105 110 ‘1620152014201320122011201020092008 1. Árstíðarleiðrétt gögn fyrir Ísland koma frá Seðlabanka Íslands. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Mynd I-12 Þróun landsframleiðslunnar í kjölfar fjármálakreppunnar1 Vísitala, 3. ársfj. 2008 = 100 Ísland OECD-ríki Evrusvæðið Bandaríkin Bretland 85 87 89 91 93 95 97 99 101 103 105 201220112010200920082007

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.