Peningamál - 15.05.2013, Síða 53

Peningamál - 15.05.2013, Síða 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 53 Nokkur undirliggjandi viðskiptaafgangur í ár ... Jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta var jákvæður um tæpa 108 ma.kr. á síðasta ári en þáttatekjuhallinn ásamt rekstrarframlögum nam rúmlega 191 ma.kr.2 Mældur viðskiptajöfnuður var þannig neikvæður um tæpa 84 ma.kr. eða sem samsvarar 4,9% af vergri landsfram- leiðslu. Afgangur mældist hins vegar á undirliggjandi viðskiptajöfnuði á síðasta ári sem nam 52 ma.kr. eða sem samsvarar 3,1% af vergri landsframleiðslu. Líkt og rakið er hér að ofan er útlit fyrir að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði verði um 119 ma.kr. á þessu ári eða um 6½% af vergri landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir að halli af þáttatekjum verði nokkru minni í ár en í fyrra vegna minni vaxtagjalda. Ein helsta ástæðan eru lægri vaxtagjöld vegna Actavis, en líkt og gert hefur verið ráð fyrir í spám Seðlabankans munu áhrifin af sölu Actavis til bandaríska lyfjarisans Watson Pharmaceuticals á erlenda stöðu þjóðarbúsins samkvæmt opinberum stöðlum verða nokkur og þar með talið á þáttatekjujöfnuðinn. Minni þáttatekjuhalli vegur þyngra en minni afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum og því verður við- skiptajöfnuður samkvæmt opinberu uppgjöri nokkru betri á þessu ári en í fyrra eða neikvæður um 27 ma.kr. eða 1½% af vergri landsfram- leiðslu. Gert er ráð fyrir að undirliggjandi þáttatekjuhalli verði talsvert minni en opinberi þáttatekjuhallinn á þessu ári eða um 35 ma.kr. sem leiðir af sér 73 ma.kr. undirliggjandi afgang á viðskiptajöfnuði (4,1% af landsframleiðslu) sem er nokkru meiri afgangur en í fyrra og heldur meiri afgangur en spáð var í febrúar. ... en verður orðinn lítillega neikvæður árið 2015 Gert er ráð fyrir að halli á undirliggjandi þáttatekjujöfnuði aukist nokk- uð á næsta ári vegna aukins vaxtakostnaðar erlendra skuldbindinga. Meginástæðan er sú að við útreikning á þáttatekjujöfnuði hefur verið byggt á þeirri forsendu að a.m.k. tvær af þremur innlánsstofnunum í slitameðferð breyti um rekstrarform á árinu sem hafi í för með sér breytingu á flokkun eigna og skulda í opinberu greiðslujafnaðarupp- gjöri. Ekki er talin ástæða til að breyta þeirri forsendu enn sem komið er. Þar með eru eignir og skuldir þessara fyrrum innlánsstofnana ekki lengur settar til hliðar við mat á undirliggjandi þáttatekjujöfnuði. Það mun hafa neikvæð áhrif á þróun undirliggjandi þáttatekjujafnaðar þar sem hrein staða við útlönd versnar þegar uppgjör þeirra á sér stað og því hækka vaxta- og arðgreiðslur vegna þeirra eigna sem erlendu kröfuhafarnir fá í sinn hlut. Spáð er að viðskiptahalli samkvæmt opinberu uppgjöri aukist í 4½% af vergri landsframleiðslu á næsta ári en að tæplega 1% afgangur verði á undirliggjandi viðskiptajöfnuði. Þetta er nokkru minni afgangur en gert var ráð fyrir í síðustu spá Peningamála, enda var þá gert ráð fyrir tæplega 2 prósentu meiri afgangi af vöru- og þjónustu- viðskiptum á árinu 2014. Á árinu 2015 er gert ráð fyrir að opinberi viðskiptahallinn aukist enn frekar og að undirliggjandi viðskiptajöfn- uður verði lítillega neikvæður þar sem afgangur af vöru- og þjónustu- viðskiptum minnkar á sama tíma og þáttatekjuhallinn eykst. 2. Rekstrarframlög námu 10 ma.kr. á árinu og hafa aukist jafnt og þétt frá því að fjár- málakreppan skall á árið 2008. Mynd VII-5 Viðskiptajöfnuður 2000-20151 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. 2. Án reiknaðra tekna og gjalda innlánsstofnana í slita- meðferð en með áætluðum áhrifum af uppgjörum búa þeirra og án áhrifa lyfjafyrirtækisins Actavis á þáttatekjujöfnuð. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöru- og þjónustujöfnuður Undirliggjandi þáttatekjujöfnuður2 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður2 Mældur viðskiptajöfnuður -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.