Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 53

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 53 Nokkur undirliggjandi viðskiptaafgangur í ár ... Jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta var jákvæður um tæpa 108 ma.kr. á síðasta ári en þáttatekjuhallinn ásamt rekstrarframlögum nam rúmlega 191 ma.kr.2 Mældur viðskiptajöfnuður var þannig neikvæður um tæpa 84 ma.kr. eða sem samsvarar 4,9% af vergri landsfram- leiðslu. Afgangur mældist hins vegar á undirliggjandi viðskiptajöfnuði á síðasta ári sem nam 52 ma.kr. eða sem samsvarar 3,1% af vergri landsframleiðslu. Líkt og rakið er hér að ofan er útlit fyrir að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði verði um 119 ma.kr. á þessu ári eða um 6½% af vergri landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir að halli af þáttatekjum verði nokkru minni í ár en í fyrra vegna minni vaxtagjalda. Ein helsta ástæðan eru lægri vaxtagjöld vegna Actavis, en líkt og gert hefur verið ráð fyrir í spám Seðlabankans munu áhrifin af sölu Actavis til bandaríska lyfjarisans Watson Pharmaceuticals á erlenda stöðu þjóðarbúsins samkvæmt opinberum stöðlum verða nokkur og þar með talið á þáttatekjujöfnuðinn. Minni þáttatekjuhalli vegur þyngra en minni afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum og því verður við- skiptajöfnuður samkvæmt opinberu uppgjöri nokkru betri á þessu ári en í fyrra eða neikvæður um 27 ma.kr. eða 1½% af vergri landsfram- leiðslu. Gert er ráð fyrir að undirliggjandi þáttatekjuhalli verði talsvert minni en opinberi þáttatekjuhallinn á þessu ári eða um 35 ma.kr. sem leiðir af sér 73 ma.kr. undirliggjandi afgang á viðskiptajöfnuði (4,1% af landsframleiðslu) sem er nokkru meiri afgangur en í fyrra og heldur meiri afgangur en spáð var í febrúar. ... en verður orðinn lítillega neikvæður árið 2015 Gert er ráð fyrir að halli á undirliggjandi þáttatekjujöfnuði aukist nokk- uð á næsta ári vegna aukins vaxtakostnaðar erlendra skuldbindinga. Meginástæðan er sú að við útreikning á þáttatekjujöfnuði hefur verið byggt á þeirri forsendu að a.m.k. tvær af þremur innlánsstofnunum í slitameðferð breyti um rekstrarform á árinu sem hafi í för með sér breytingu á flokkun eigna og skulda í opinberu greiðslujafnaðarupp- gjöri. Ekki er talin ástæða til að breyta þeirri forsendu enn sem komið er. Þar með eru eignir og skuldir þessara fyrrum innlánsstofnana ekki lengur settar til hliðar við mat á undirliggjandi þáttatekjujöfnuði. Það mun hafa neikvæð áhrif á þróun undirliggjandi þáttatekjujafnaðar þar sem hrein staða við útlönd versnar þegar uppgjör þeirra á sér stað og því hækka vaxta- og arðgreiðslur vegna þeirra eigna sem erlendu kröfuhafarnir fá í sinn hlut. Spáð er að viðskiptahalli samkvæmt opinberu uppgjöri aukist í 4½% af vergri landsframleiðslu á næsta ári en að tæplega 1% afgangur verði á undirliggjandi viðskiptajöfnuði. Þetta er nokkru minni afgangur en gert var ráð fyrir í síðustu spá Peningamála, enda var þá gert ráð fyrir tæplega 2 prósentu meiri afgangi af vöru- og þjónustu- viðskiptum á árinu 2014. Á árinu 2015 er gert ráð fyrir að opinberi viðskiptahallinn aukist enn frekar og að undirliggjandi viðskiptajöfn- uður verði lítillega neikvæður þar sem afgangur af vöru- og þjónustu- viðskiptum minnkar á sama tíma og þáttatekjuhallinn eykst. 2. Rekstrarframlög námu 10 ma.kr. á árinu og hafa aukist jafnt og þétt frá því að fjár- málakreppan skall á árið 2008. Mynd VII-5 Viðskiptajöfnuður 2000-20151 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. 2. Án reiknaðra tekna og gjalda innlánsstofnana í slita- meðferð en með áætluðum áhrifum af uppgjörum búa þeirra og án áhrifa lyfjafyrirtækisins Actavis á þáttatekjujöfnuð. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöru- og þjónustujöfnuður Undirliggjandi þáttatekjujöfnuður2 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður2 Mældur viðskiptajöfnuður -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.