Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 22

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 22 ECB (TARGET2), og í sumum tilvikum með umfangsmiklum neyðar- lánveitingum með aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Síðastliðið haust virðast kaflaskil hafa orðið eftir að ECB lýsti því yfir um miðbik síðasta árs að allt yrði gert til að koma í veg fyrir upplausn evrusvæðisins með umfangsmiklum uppkaupum á ríkisbréfum ef nauðsyn krefði. Yfirlýsingin jók traust á mörkuðum í jaðarríkjunum og fjármagn tók að streyma þangað á nýjan leik og fjármögnunarkostnaður ríkja og banka dróst saman. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja hafa þó lítið breyst í þessum ríkjum vegna veikrar stöðu bankakerfis þeirra. ECB leitar nú leiða til að örva lánveitingar fjármálastofnana til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í þessum ríkjum. Verðbólguhorfur lítið breyttar frá því í febrúar Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur verið á undanhaldi síðustu mánuði. Verðhjöðnun hefur ágerst í Japan og í Svíþjóð hefur m.a. mælst lítils háttar verðhjöðnun undanfarna fjóra mánuði. Þó hefur verðbólga aukist lítillega í Bretlandi síðustu mánuði og nú síðast í mars jókst verðbólga í Bandaríkjunum og í Noregi í fyrsta sinn frá lokum síðasta árs. Frá síðustu Peningamálum hafa horfur á verðbólgu í Bretlandi versnað lítillega á þessu ári og því næsta en horfur á evrusvæðinu og Kanada batnað. Einnig er búist við að verðhjöðnunar- skeiði í Japan ljúki á þessu ári og að verðbólga aukist nokkuð á næsta ári. Horfur fyrir helstu viðskiptalönd Íslands til næstu tveggja ára eru því lítillega breyttar frá febrúarspánni og er áætlað að verðbólga verði á bilinu 1,9-2,2% á spátímanum. Lægra hrávöru- og olíuverð en gert var ráð fyrir í febrúar Olíuverð hækkaði umtalsvert í upphafi ársins og náði hámarki um miðjan febrúar. Síðan hefur verð farið lækkandi og var meðalverð á fyrsta fjórðungi ársins svipað og á ársfjórðungnum á undan, en engu að síður 5% lægra en á sama tíma fyrir ári. Spáð er áframhaldandi lækkun olíuverðs út árið og um 3% meðallækkun á árinu, sem er svip- að og gengið var út frá í febrúarspánni. Sem fyrr byggist spá bankans á framvirku verði og spám helstu greiningaraðila. Gert er ráð fyrir enn meiri verðlækkun á næsta ári þar sem framboð mun aukast verulega, einkum frá framleiðendum utan OPEC, t.d. í Norður-Ameríku, en í síðustu spá var gert ráð fyrir lítils háttar hækkun. Alþjóðlegt hrávöruverð hækkaði einnig á fyrstu tveimur mán- uðum ársins en lækkaði svo á ný í mars, m.a. vegna minnkandi eftirspurnar frá stærri nýmarkaðsríkjum. Hrávöruverð reyndist engu að síður lítillega hærra á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma fyrir ári. Gert er ráð fyrir að það haldi áfram að lækka út árið og að meðallækkun ársins verði tæplega 2%, sem er aðeins meiri lækkun en gert var ráð fyrir í febrúarspánni þegar spáð var 1% lækkun. Á næstu tveimur árum er gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun hrávöruverðs í takt við aukið framboð hrávara. Töluverð óvissa er þó í því mati og einkum upp á við, þar sem slæmt veðurfar getur auðveldlega haft mikil áhrif á framboð ýmissar hrávöru eins og matvöru og þrýst upp verði þeirra. 1. Vísitala neysluverðs. Mánaðarlegar tölur. Heimild: Macrobond. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-7 Verðbólga meðal helstu viðskiptalanda Íslands og nokkurra iðnríkja1 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan Viðskiptalönd Íslands -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 201220112010200920082007200620052004 ‘13 1. Verð á hrávöru án olíu í USD. Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-8 Heimsmarkaðsverð á olíu og hrávöru 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2016 Heimsmarkaðsverð á hrávöru1 Heimsmarkaðsverð á hráolíu PM 2013/1 PM 2013/2 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 ‘14 ‘15 ‘16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.