Peningamál - 15.05.2013, Page 22

Peningamál - 15.05.2013, Page 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 22 ECB (TARGET2), og í sumum tilvikum með umfangsmiklum neyðar- lánveitingum með aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Síðastliðið haust virðast kaflaskil hafa orðið eftir að ECB lýsti því yfir um miðbik síðasta árs að allt yrði gert til að koma í veg fyrir upplausn evrusvæðisins með umfangsmiklum uppkaupum á ríkisbréfum ef nauðsyn krefði. Yfirlýsingin jók traust á mörkuðum í jaðarríkjunum og fjármagn tók að streyma þangað á nýjan leik og fjármögnunarkostnaður ríkja og banka dróst saman. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja hafa þó lítið breyst í þessum ríkjum vegna veikrar stöðu bankakerfis þeirra. ECB leitar nú leiða til að örva lánveitingar fjármálastofnana til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í þessum ríkjum. Verðbólguhorfur lítið breyttar frá því í febrúar Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur verið á undanhaldi síðustu mánuði. Verðhjöðnun hefur ágerst í Japan og í Svíþjóð hefur m.a. mælst lítils háttar verðhjöðnun undanfarna fjóra mánuði. Þó hefur verðbólga aukist lítillega í Bretlandi síðustu mánuði og nú síðast í mars jókst verðbólga í Bandaríkjunum og í Noregi í fyrsta sinn frá lokum síðasta árs. Frá síðustu Peningamálum hafa horfur á verðbólgu í Bretlandi versnað lítillega á þessu ári og því næsta en horfur á evrusvæðinu og Kanada batnað. Einnig er búist við að verðhjöðnunar- skeiði í Japan ljúki á þessu ári og að verðbólga aukist nokkuð á næsta ári. Horfur fyrir helstu viðskiptalönd Íslands til næstu tveggja ára eru því lítillega breyttar frá febrúarspánni og er áætlað að verðbólga verði á bilinu 1,9-2,2% á spátímanum. Lægra hrávöru- og olíuverð en gert var ráð fyrir í febrúar Olíuverð hækkaði umtalsvert í upphafi ársins og náði hámarki um miðjan febrúar. Síðan hefur verð farið lækkandi og var meðalverð á fyrsta fjórðungi ársins svipað og á ársfjórðungnum á undan, en engu að síður 5% lægra en á sama tíma fyrir ári. Spáð er áframhaldandi lækkun olíuverðs út árið og um 3% meðallækkun á árinu, sem er svip- að og gengið var út frá í febrúarspánni. Sem fyrr byggist spá bankans á framvirku verði og spám helstu greiningaraðila. Gert er ráð fyrir enn meiri verðlækkun á næsta ári þar sem framboð mun aukast verulega, einkum frá framleiðendum utan OPEC, t.d. í Norður-Ameríku, en í síðustu spá var gert ráð fyrir lítils háttar hækkun. Alþjóðlegt hrávöruverð hækkaði einnig á fyrstu tveimur mán- uðum ársins en lækkaði svo á ný í mars, m.a. vegna minnkandi eftirspurnar frá stærri nýmarkaðsríkjum. Hrávöruverð reyndist engu að síður lítillega hærra á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma fyrir ári. Gert er ráð fyrir að það haldi áfram að lækka út árið og að meðallækkun ársins verði tæplega 2%, sem er aðeins meiri lækkun en gert var ráð fyrir í febrúarspánni þegar spáð var 1% lækkun. Á næstu tveimur árum er gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun hrávöruverðs í takt við aukið framboð hrávara. Töluverð óvissa er þó í því mati og einkum upp á við, þar sem slæmt veðurfar getur auðveldlega haft mikil áhrif á framboð ýmissar hrávöru eins og matvöru og þrýst upp verði þeirra. 1. Vísitala neysluverðs. Mánaðarlegar tölur. Heimild: Macrobond. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-7 Verðbólga meðal helstu viðskiptalanda Íslands og nokkurra iðnríkja1 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan Viðskiptalönd Íslands -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 201220112010200920082007200620052004 ‘13 1. Verð á hrávöru án olíu í USD. Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-8 Heimsmarkaðsverð á olíu og hrávöru 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2016 Heimsmarkaðsverð á hrávöru1 Heimsmarkaðsverð á hráolíu PM 2013/1 PM 2013/2 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 ‘14 ‘15 ‘16

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.