Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 49
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
49
þessum mælikvörðum gæti endurspeglað mismunandi aðferðafræði á
bak við þessa mælikvarða. Meðalvinnutími er þó enn undir langtíma-
meðaltali og því líklegra að hann lengist á ný samfara aukinni atvinnu
en að hann styttist.
Fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsmönnum en fækka
Rúmlega 9% fleiri fyrirtæki vildu fjölga starfsmönnum á næstu
sex mánuðum en fækka þeim samkvæmt niðurstöðum könnunar
Capacent Gallup sem var framkvæmd í mars sl. meðal 400 stærstu fyr-
irtækja landsins. Bæði vildu fleiri fyrirtæki fjölga starfsmönnum nú en
í síðustu könnun og færri fækka starfsmönnum. Aðeins í sjávarútvegi
og fjármálastarfsemi hafa fleiri fyrirtæki áform um að fækka starfsfólki
en fjölga. Mestu umskiptin, bæði frá síðustu könnun og könnuninni
sem gerð var á sama tíma í fyrra, áttu sér stað meðal fyrirtækja í
byggingastarfsemi en í mars sl. vildu 44% þeirra fjölga starfsmönnum.
Gert ráð fyrir hægari fjölgun heildarvinnustunda á spátímanum ...
Þar sem nú er útlit fyrir að hagvöxtur verði minni á spátímanum en
spáð var í febrúar er gert ráð fyrir heldur hægari fjölgun heildarvinnu-
stunda á spátímanum. Í ár er þó gert ráð fyrir svipaðri fjölgun og í
síðustu spá eða 1,1% en heldur hægari fjölgun út spátímann. Þar sem
horfur eru á meiri hagvexti en sem nemur fjölgun heildarvinnustunda,
er áætlað að framleiðni vinnuaflsins muni halda áfram að aukast á
tímabilinu. Hún jókst um 1,2% í fyrra og mælist nú ríflega 6% meiri
en hún var þegar fjármálakreppan skall á haustið 2008. Áætlað er að
framleiðni vinnuaflsins aukist um 1,8% að meðaltali á ári á þessu og
næstu tveimur árum, sem er lítillega undir langtímaleitnivexti og minni
en gert var ráð fyrir í febrúarspánni. Efnahagsbatinn verður því að
nokkru leyti án samsvarandi fjölgunar heildarvinnustunda.
... en horfur um atvinnuleysi svipaðar
Eins og fram kom hér að framan hefur þróun atvinnuleysis það sem
af er ári verið áþekk en þó heldur betri en gert var ráð fyrir í febrúar.
Atvinnuleysishorfur til næstu þriggja ára eru svipaðar og þær voru í
síðustu spá. Gert er ráð fyrir að mælt atvinnuleysi verði um 4,6% á
þessu ári, um 4,2% á því næsta og um 4% í lok spátímans.
Endurskoðun á heildarlaunatölum Hagstofunnar
Hagstofan birti í mars endurskoðaðar tölur út frá þjóðhagsreikningum
um heildarlaun á árunum 2007-11 sem sýna að laun hækkuðu nokkru
minna á fyrstu árum kreppunnar en fyrri tölur höfðu bent til. Á móti
kemur að launahækkanir áranna 2010 og 2011 virðast hafa verið
meiri en fyrri tölur gáfu til kynna. Launastigið er þó um 1½% lægra
á öllu tímabilinu en fyrri tölur bentu til. Á sama tíma birti Hagstofan
einnig fyrstu tölur fyrir síðasta ár og sýna þær heldur meiri hækkun
heildarlauna en gert var ráð fyrir í febrúarspánni eða 8,5% í stað
7,8%. Launahækkanir áranna 2010-12 eru því að jafnaði um 1
prósentu meiri á ári en gert var ráð fyrir í febrúarspánni.
Launaþróun á fyrsta fjórðungi þessa árs var í samræmi við
febrúarspána. Launavísitalan hækkaði um 2,4% á milli fjórðunga og
nam árshækkun vísitölunnar 5,2%. Umsamin launahækkun ársins sem
1. Grunnspá Seðlabankans 2. ársfj. 2013 - 2. ársfj. 2016.
Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands.
Mynd VI-6
Heildarvinnustundir og atvinnuleysi
1. ársfj. 2007 - 2. ársfj. 20161
Breyting frá fyrra ári (%) % af mannafla
Heildarvinnustundir (v. ás)
Atvinnuleysi (árstíðarleiðrétt, h. ás, andhverfur kvarði)
-14
-12
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
‘16201520142013201220112010200920082007
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
0
1. Landsframleiðsla sem hlutfall af heildarvinnustundum. Árstíðarleiðrétt
gögn Seðlabankans. Grunnspá Seðlabankans 1. ársfj. 2013 - 2. ársfj. 2016.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd VI-7
Framleiðni vinnuafls
1. ársfj. 2007 - 2. ársfj. 20161
Vísitala, 3. ársfj. 2008 = 100
90
95
100
105
110
115
‘16201520142013201220112010200920082007
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VI-8
Laun og launatengd gjöld
Ma.kr.
Tölur Hagstofu Íslands birtar í mars 2012
Tölur Hagstofu Íslands birtar í mars 2013
650
700
750
800
850
900
950
2012201120102009200820072006