Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 44

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 44 samneysluútgjalda ríkissjóðs hækkaði um tæpa 8 ma.kr. milli áranna 2009 og 2012 en nafnvirði samneysluútgjalda sveitarfélaga hækkaði á sama tíma um rúmlega 28 ma.kr., jafnvel þótt heildarútgjöld ríkisins til samneyslunnar séu 35% hærri en heildarútgjöld sveitarfélaganna. Árið 2012 nam nafnvirðisaukningin hjá ríkissjóði 3,6% en sambærileg tala fyrir sveitarfélögin var 16,6%. Mismunandi þróun skýrist aðallega af ólíkri þróun útgjalda til kaupa á vörum og þjónustu en þróun launa- kostnaðar er svipuð. Útgjöld ríkissjóðs til kaupa á vörum og þjónustu hafa staðið í stað að nafnvirði en hækkuðu um 9% hjá sveitarfélögum árið 2011 og er áætlað að þau hafi hækkað um 6% í fyrra. Fjárfesting hins opinbera var í sögulegu lágmarki á síðasta ári Fjárfesting hins opinbera dróst saman um 17% á síðasta ári og nam samtals 30,5 ma.kr. samanborið við 35 ma.kr. árið áður. Samdrátturinn var svipaður hjá ríki og sveitarfélögum. Fjárfesting ríkis og sveitarfé- laga hefur nánast helmingast frá árinu 2008. Á föstu verðlagi er sam- drátturinn enn meiri eða 62%. Sveitarfélögin urðu fyrri til að draga úr fjárfestingu eftir að fjármálakreppan skall á því að strax á árinu 2009 minnkaði fjárfesting þeirra um 40% að nafnvirði. Ríkissjóður hélt hins vegar óbreyttu fjárfestingarstigi það ár en árið eftir lækkaði fjárfesting ríkisins að nafnvirði um 25% og um 43% árið 2011. Sem hlutfall af landsframleiðslu nam fjárfesting hins opinbera 1,8% árið 2012 samanborið við 4,1% árið 2008. Í ár er hins vegar gert ráð fyrir töluverðum viðsnúningi í fjár- festingu hins opinbera eða hátt í 18% vexti. Munar þar mest um aukna fjárfestingu ríkisins samkvæmt sérstakri fjárfestingaráætlun fyrir árin 2013-15 sem sett hefur verið á fjárlög. Auk þess hefst vinna við gerð Vaðlaheiðarganga í ár en hún flokkast sem opinber framkvæmd í þjóðhagsreikningum þótt hún sé ekki á fjárlögum.4 Árið 2015 er gert ráð fyrir að fjárfesting hins opinbera sem hlutfall af landsfram- leiðslu hafi vaxið í 2,1%. Það er þó enn 1,5 prósentum undir meðaltali síðustu þrjátíu ára. Í spánni sem hér er birt er gert ráð fyrir að fjárfesting hins opinbera verði svipuð og í síðustu spá bankans. Enn er gert ráð fyrir að ekki verði af byggingu nýs Landspítala á spátímabilinu. Óvissa um byggingu spítalans er mikil en ríkisstjórnin lögfesti á vorþingi breytingar á hlutverki Nýja Landspítalans ohf. Félagið á nú einungis að undirbúa byggingu nýs Landspítala og gera verkið tilbúið til útboðs en ekki að gera samninga um einkaframkvæmd verksins. Verkið fer því ekki í einkaframkvæmd heldur verður á fjárlögum. Það að ríkis- valdið þarf sjálft að fjármagna kostnað byggingarinnar af fjárlögum kann að hafa í för með sér að hægar gangi að hrinda áformunum í framkvæmd. Svo umfangsmikil fjárfesting myndi, ef ekki yrði gripið til mótvægisaðgerða, raska verulega langtímaáætlun um jöfnuð í opinberum fjármálum. Þar sem lögfesting frumvarpsins felur ekki í sér ákvörðun Alþingis um að heimila framkvæmdina né að veita fjár- heimild til hennar er ný ríkisstjórn óbundin að þessu leyti. 4. Um einkaframkvæmd er að ræða og var hlutafélag stofnað um rekstur og byggingu ganganna en Hagstofan metur það svo að ríkissjóður beri alla fjárhagslega áhættu af rekstrinum og flokkar framkvæmdina því sem opinbera. Ríkissjóður Sveitarfélög Mynd V-6 Þróun nafnvirðis fjárfestingar 2008-20151 Vísitala 2008 = 100 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 20 40 60 80 100 120 20152014201320122011201020092008 Ríkissjóður Sveitarfélög Almannatryggingar Mynd V-5 Þróun nafnvirðis samneyslu 2008-20151 Vísitala 2008 = 100 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 100 110 120 130 140 150 160 20152014201320122011201020092008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.