Peningamál - 15.05.2013, Síða 14

Peningamál - 15.05.2013, Síða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 14 reynst meiri dragbítur á hagvöxt en grunnspáin gerir ráð fyrir og óvissa um innlend og alþjóðleg efnahagsumsvif gæti dregið úr vilja þeirra til að leggja út í frekari útgjalda- og fjárfestingaráform. Takist hins vegar að greiða hraðar úr vandanum í umheiminum og flýta fyrir endur- skipulagningu þeirra innlendu skulda sem enn er eftir að leysa úr, m.a. í dómsmálum, gæti bati innlendrar eftirspurnar reynst kröftugri en grunnspáin gerir ráð fyrir. Verðbólguhorfur Grunnspáin gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist tiltölulega stöðugt á spátímanum og að launahækkanir verði ekki það miklar að þær nái að hleypa hjöðnun verðbólgunnar í uppnám.5 Um þessar for- sendur er mikil óvissa eins og áður hefur verið rakið. Eins er nokkur óvissa um forsendu grunnspárinnar um tiltölulega hagstæða þróun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs. Grunnspáin gerir einnig ráð fyrir því að nokkur slaki sé enn til staðar í þjóðarbúskapnum og að svo verði áfram á þorra spátímans. Mikil óvissa er hins vegar um hversu mikill slakinn er, hversu hratt hann hverfi og í hve miklum mæli hann haldi aftur af innlendum verðbólguþrýstingi, sérstaklega í ljósi þess hve illa hefur tekist að skapa langtímaverðbólguvæntingum trausta kjölfestu. Verðbólguhorfur eru því sem fyrr óvissar. Til að endurspegla þessa óvissu sýnir mynd I-23 verðbólguhorfur samkvæmt grunnspá með mati á óvissubili spárinnar. Myndin sýnir mat á líkindadreifingu spárinnar, þ.e. það bil sem metnar eru 50%, 75% og 90% líkur á að verðbólga verði innan á spátímanum (sjá viðauka 3 í Peningamálum 2005/1 þar sem aðferðafræðinni í þessum útreikningum er lýst). 5. Rétt er að halda því til haga að grunnspáin byggist á því að peningastefnunni sé beitt þannig að tryggt sé að verðbólgumarkmiðið náist innan spátímans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-23 Verðbólguspá og óvissumat PM 2013/2 Verðbólgumarkmið 50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil 0 1 2 3 4 5 6 7 2012 2013 2014 2015 ‘16

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.