Peningamál - 15.05.2013, Síða 27

Peningamál - 15.05.2013, Síða 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 27 Markaðsaðilar vænta óbreyttra vaxta á þessu ári en að þeir hækki lítillega á næsta ári Samkvæmt framvirkum vöxtum hafa væntingar markaðsaðila um vexti Seðlabankans lítið breyst frá því í janúar sl. Vaxtaferillinn gefur enn til kynna að vextir bankans haldist óbreyttir á þessu ári en taki smám saman að hækka á fyrri hluta næsta árs. Samkvæmt ferlinum vænta markaðsaðilar að veðlánavextir bankans hækki um 0,5 prósentur til loka næsta árs og verði þá 6,5% en að þeir verði 6,75% í lok spá- tímans, sem er 0,25 prósentum lægri vextir en þeir væntu samkvæmt framvirka vaxtaferlinum í janúar sl. og um 0,5 prósentum lægri vextir en þeir væntu á sama tíma fyrir ári.1 Könnun Seðlabankans á vænt- ingum markaðsaðila sem framkvæmd var í byrjun maí sl. gefur einnig til kynna að þeir búist við óbreyttum veðlánavöxtum til loka þessa árs en að vextirnir hækki um 0,25 prósentur á fyrsta fjórðungi næsta árs og verði þá 6,25%. Það eru 0,25 prósentum lægri vextir en þeir væntu samkvæmt sambærilegri könnun sem framkvæmd var í lok janúar sl. Miklar sviptingar á skuldabréfamarkaði í mars Miklar hreyfingar urðu á innlendum skuldabréfamarkaði eftir að frum- varp um breytingar á lögum um gjaldeyrismál var lagt fram á Alþingi 9. mars sl. Í frumvarpinu var m.a. kveðið á um heimild Seðlabankans til að setja reglur um undanþágur frá banni 3. mgr. 13. gr. laga um gjaldeyrismál sem fjallar um bann við fjármagnshreyfingum milli landa í innlendum gjaldeyri. Virtust sumir fjárfestar túlka fyrirhugaðar lagabreytingar þannig að í þeim fælist að þrengt yrði að fjárfestingar- möguleikum erlendra fjárfesta innan haftanna en sú túlkun reyndist ekki rétt.2 Hækkaði ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa um allt að 1 prósentu hinn 13. mars, mest á styttri enda vaxtarófsins en undanfarið hafa erlendir aðilar átt langstærstan hluta af styttri flokkum ríkisbréfa. Hækkunin hefur að mestu gengið til baka, utan hækkunar ríkisbréfsins með gjalddaga í mars á næsta ári en ávöxtunarkrafa þess er enn um 0,8 prósentum hærri en rétt fyrir útgáfu Peningamála í febrúar. Ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa er hins vegar nánast óbreytt á sama tímabili. Í útgáfuáætlun Lánamála ríkisins er gert ráð fyrir að hrein útgáfa ríkisbréfa verði 7 ma.kr. á árinu. Jafnframt hefur verið tilkynnt að boðin verði til sölu ríkisbréf í markflokkum fyrir 15-30 ma.kr. á öðrum fjórðungi þessa árs en þegar hafa verið gefin út bréf fyrir tæplega 19 ma.kr. Endurfjárfestingarþörf erlendra fjárfesta vegna ríkisbréfs á gjalddaga 17. maí nk. getur því hugsanlega haft áhrif til lækkunar á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa á næstunni. Sá flokkur var tæplega 85 ma.kr. að nafnverði í lok apríl og eru um 75% í eigu erlendra aðila. Haldist fjárfestingarstefna erlendra aðila óbreytt mun áhrifanna líklega fremur gæta á styttri enda vaxtarófsins. 1. Vísbendingar sem vaxtaferillinn gefur um væntingar markaðsaðila um næstu vaxtaákvarð- anir eru óvissari en ella vegna mælivandamáls á stysta enda vaxtaferilsins sakir óskilvirkni innlends millibankamarkaðar. 2. Hinn 5. apríl gaf Seðlabanki Íslands út reglur nr. 300/2013, um gjaldeyrismál, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/2013, um breytingu á lögum um gjaldeyrismál. Í reglunum er m.a. kveðið á um fjárfestingarmöguleika erlendra fjárfesta á innlendum markaði, annars vegar þegar greiðsla á sér stað með úttekt af reikningi í eigu fjárfestis hjá fjármálafyrirtæki hér á landi og hins vegar þegar greiðsla á sér stað með úttekt af Vostro-reikningi í eigu erlends fjármálafyrirtækis. % Mynd III-3 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 2. janúar 2009 - 10. maí 2013 Heimild: Seðlabanki Íslands. RIKB 13 0517 RIKB 14 0314 RIKB 15 0408 RIKB 16 1013 RIKB 19 0226 RIKB 22 1026 RIKB 25 0612 RIKB 31 0124 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 2011 2012 201320102009 Nafnverð í ma.kr. Mynd III-4 Eigendur ríkisverðbréfa og íbúðabréfa Staðan 30. apríl 2013 Heimild: Seðlabanki Íslands. Bankar og sparisjóðir Ýmis lánafyrirtæki Verðbréfa- og fj.sjóðir Lífeyrissjóðir Fyrirtæki Einstaklingar Aðrir Erlendir aðilar 0 50 100 150 200 250 300 H FF 4 40 61 5 H FF 3 40 41 5 H FF 2 40 21 5 H FF 1 40 91 5 V íx la r al ls R IK S 33 0 32 1 R IK S 30 0 70 1 R IK S 21 0 41 4 R IK H 1 8 10 09 R IK B 31 0 12 4 R IK B 25 0 61 2 R IK B 22 1 02 6 R IK B 19 0 22 6 R IK B 16 1 01 3 R IK B 15 0 40 8 R IK B 14 0 31 4 R IK B 13 0 51 7

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.