Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 30

Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 30 grunnfé Seðlabankans einnig minnkað um 8,2%, aðallega vegna sam- dráttar í innstæðum innlánsstofnana hjá bankanum. Útlánastofn heimila og fyrirtækja hefur minnkað lítillega Miðað við bókfært virði hefur gengis- og verðlagsleiðréttur heildar- stofn útlána innlánsstofnana, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs til heimila og fyrirtækja (annarra en eignarhaldsfélaga) minnkað um 1,4% á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við sama fjórðung í fyrra. Lækkunin er að mestu leyti til komin vegna gengisbundinna lána fyrir- tækja við innlánsstofnanir en verðleiðréttur útlánastofn Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða hefur einnig minnkað á sama tímabili m.a. vegna uppgreiðslu lána frá þessum lánveitendum. Á móti hefur stofn óverð- tryggðra lána innlánsstofnana til heimila og fyrirtækja haldið áfram að vaxa það sem af er þessu ári en hluti vaxtarins endurspeglar endur- fjármögnun lána. Heildarupphæð nýrra íbúðalána innlánsstofnana, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða nam rúmlega 14 ma.kr. á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem er lítils háttar hækkun frá sama fjórðungi í fyrra. Innlánsstofnanir standa að baki meginhluta nýrra íbúðalána og útlán lífeyrissjóða hafa einnig aukist. Ný íbúðalán Íbúðalánasjóðs hafa hins vegar haldið áfram að dragast saman milli ára. Meginhluti nýrra íbúðalána innláns- stofnana frá ársbyrjun 2012 hefur verið óverðtryggður. Að nokkru leyti hafa lánin verið vegna endurfjármögnunar. Eigi að síður fór hlut- deild verðtryggðra íbúðalána vaxandi frá síðari hluta ársins 2012 sem kann að hluta til að skýrast af hækkun vaxta óverðtryggðra íbúðalána í takt við vaxtahækkanir Seðlabankans. Eins og sjá má á mynd III-12 hefur samsetning útlánastofnsins breyst verulega frá árinu 2010. Gengisbundin lán hafa verið afskrifuð eða þeim breytt í óverðtryggð eða verðtryggð lán í krónum. Þannig var hlutfall gengisbundinna lána um þriðjungur af heildarútlánastofni innlánsstofnana, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs í upphafi árs 2010 en er nú um 12%. Á sama tíma hefur hlutfall óverðtryggðra lána hækkað úr 6% í 19% og hlutfall verðtryggðra lána úr 55% í 62%. Dregur úr hækkun íbúðaverðs ... Frá útgáfu síðustu Peningamála hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæð- inu haldist óbreytt en hækkað um 4,6% sl. tólf mánuði. Leiguverð hefur að sama skapi haldið áfram að hækka og var vísitala leiguverðs á fyrsta fjórðungi ársins tæplega 9% hærri en á sama tímabili fyrir ári. Þrátt fyrir að dregið hafi úr árshækkun íbúðaverðs er í grunnspá bank- ans gert ráð fyrir að það hækki um tæplega 5% á þessu ári sem er í takt við hækkun ráðstöfunartekna og nafnvirðis landsframleiðslunnar. Út frá fólksfjölgun og sölu nýrra eigna á fasteignamarkaði má gera ráð fyrir að einhver uppsöfnuð eftirspurn eftir húsnæði sé til staðar. Bilið á milli byggingarkostnaðar og fasteignaverðs hefur einnig minnkað verulega á undanförnum misserum og er byggingarkostnaður í ein- hverjum tilvikum orðinn hærri. Hvati til nýbygginga er því minni en ella, þótt hvati til byggingar leiguhúsnæðis sé væntanlega nokkur í ljósi hás leiguverðs. Út frá upplýsingum um íbúðafjárfestingu undanfarinna ára og tölum um sölu nýrra eigna má gera ráð fyrir að gengið hafi á þær birgðir af nýju húsnæði sem fyrir voru þegar fjármálakreppan Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-11 Framlag til útlánavaxtar1 innlánsstofnana, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs til heimila og fyrirtækja2 1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2013 1. Leiðrétt er fyrir áhrifum verðlags- og gengisbreytinga á stofn verð- og gengistryggðra lána. Útlán innlánsstofnana eru metin á bókfærðu virði. 2. Eignarhaldsfélög eru ekki meðtalin. Heimild: Seðlabanki Íslands. Gengisbundin skuldabréf Verðtryggð skuldabréf Óverðtryggð skuldabréf Yfirdráttur Annað Útlánastofn -20 -15 -10 -5 0 5 10 2012 ‘1320112010 % Mynd III-12 Samsetning útlána1 innlánsstofnana, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs til heimila og fyrirtækja2 1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2013 1. Útlánastofn innlánsstofnana er metinn á bókfærðu virði. 2. Eignar- haldsfélög eru ekki meðtalin. Heimild: Seðlabanki Íslands. Gengisbundin skuldabréf Verðtryggð skuldabréf Óverðtryggð skuldabréf Yfirdráttur Annað 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 ‘13201220112010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.