Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 21

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 21
GLÓÐAFEYKIR 21 gamla Stefánssyni, tvo vetrarparta. Hafði heyrt sitt af hverju um Frið- rik, og kveið satt að segja hálfvegis fyrir því að vera hjá honum. En það reyndist alveg afbragð. Verst þótti mér þegar hann kom til mín þar sem ég var að kenna og tók að þylja yfir mér ættartölur og forn- sögur. Friðrik var mjög skemmtilegur karl. — Hvernig féllu þér svo kennslustörfin? — Mér þótti kennslan skemmtileg og var alls ekki eins óþolin- móður við krakkana og ætla mætti. Einum strák í Svarfaðardal man ég eftir, sem var ákaflega erfiður. Hann var á 17. ári og enn ófermd- ur. Þegar hlýða átti honum yfir, þá steinþagði hann. Svaraði ekki einu einasta orði. Þannig gekk það í marga daga. Ég vildi losna við strákinn, því að hann stór-tafði fyrir kennslunni, en ég fékk það ekki. Ég reyndi að vera honum svo góður, sem ég gat, en allt kom fyrir ekki. Seinast varð ég öskureiður og tuktaði hann duglega til. Þá lét strákur sig og fór að sýna tilburði til að læra. Og þá kom í ljós, að hann gat það vel. Og fermdur var hann um vorið. En stráksi þótti nú samt alltaf heldur baldinn og þegar hann svo trúlofaðist sagði faðir hans: — Já, bágt á hún, sú aumingja manneskja. Honum leizt víst ekki á hlutskipti konuefnisins. Vorið eftir að ég byrjaði kennsluna var ég við jarðabótavinnu í Svarfaðardal, 1—2 daga á bæ, aðallega við að rista ofan af. Man ég alltaf hvað ég kvaldist af strengjum fyrstu dagana. Hélt að þetta ætlaði að steindrepa mig. Um þetta leyti bjó á Grund systursonur pabba. Hann var skipstjóri. Var með hákarlaskip frá útmánuðum og fram á sumar en síðan fiskiskip. Hann þurfti því mann yfir slátt- inn. Bað mig að vera hjá sér sumarið eftir Hóladvölina. Ég var treg- ur. En hann leitaði fast eftir. Bauð mér 15 kr. á viku, 3 kr. meira en almennt var borgað. Þá var kaupið 2 kr. á dag yfir sláttinn, en 1 kr. vor og haust. Varð úr að ég réð mig þarna, en það varð nokkuð sögu- leg vist. Annar kaupamaður var ráðinn þarna, Þorleifur á Syðra- Hvarfi, auk kaupakonu að hálfu, vinnukonu og dóttur hennar um fermingu. Þetta var heyskaparliðið. Heyskapur skyldi hefjast um 12. helgi. Ég byrjaði á því að láta Þorleif flytja torf á hin væntanlegu hey. Ekki hafði ég slegið marga daga, þegar ég fékk boð frá Júlíusi í Syðra-Garðshorni, en hann var bróðir Friðriku á Grund, um það, hvort ég ætli að gera mér það til skammar, að verða á eftir sér með túnið. Nú, á laugardagskvöldið var ég búinn að slá túnið. Þá var ég beðinn að skreppa niður á Dalvík. Júlíus varð mér samferða. Á leiðinni fór hann að ympra á því, að ég reri hjá sér um haustið. Ég neitaði. Hann ýfði sig þá og segir mig ekki þora. Ég sagði að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.