Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 59

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 59
GLÓÐAFEYKIR 59 Jónssonar bónda á Veðramóti, Guðmundssonar, og konu hans Vig- dísar Guðmundsdóttur bónda í Haga í Grímsnesi, Tómassonar. Sigurjón óx upp með foreldrum sínum og dvaldist með þeim alla stund unz hann kvæntist og tók við búi í Hólakoti 1903. Kona hans var Margrét Stef- ánsdóttir síðast bónda á Daðastöðum á Reykjaströnd, Sölvasonar hreppstjóra á Skarði, Guðmundssonar, og konu hans El- ínar Vigfúsdóttur bónda á Geirmundarstöð- um í Sæmundarhlíð, Vigfússonar. Þau hjón bjuggu í Hólakoti 1903—1922, keyptu þá Skefilsstaði, fluttu þangað búferlum og bjuggu þar til 1953, er þau seldu jörð og bú að fullu í hendur syni sínum, eftir að hafa búið í hálfa öld. Sex voru börn þeirra hjóna og lifa fimm synir: Jónas Viggó, áður bóndi á Skefilsstöðum, nú verkam. á Sauð- árkróki; Sveinn, verkstjóri í Keflavík; Stefán, verkam. í Reykjavík; Gunnar, húsasmíðam. á Akureyri og Benedikt, hæstaréttardómari í Reykjavík. Margrét var greind kona, gædd miklu þreki og dugnaði, svo að orð fór af. Hún lifði mann sinn röska 3 mánuði, andaðist 20. febrúar 1960. Höfðu þau verið í hjónabandi 57 ár. Sigurjón var góður bóndi og hirðumaður mesti. Hann efnaðist vel á Skefilsstöðum og gerði jörðinni mjög til góða um húsakost og annað, einkum hin síðari árin, er ómegð þvarr og upp komust synir þeirra hjóna. Hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum í báðum hreppum, Skarðs og Skefilsstaða, sat í skólanefnd og hreppsnefnd og var oddviti hennar um hríð, átti og lengi sæti í skattanefnd Skef- ilsstaðahrepps. Sigurjón á Skefilsstöðum var meðalmaður á vöxt og þó naumlega, fríður sýnum, bjartur á yfirbragð, svipurinn hreinn, góðlegur og gæfusamlegur. Hann var greindur maður, hafði mætur á alþýðlegum kveðskap og hvers konar fróðleik, var sjálfur hagmæltur vel, orti mikið og birtist sumt í blöðum og ritum, þ. á. m. í Skagfirzkum ljóð- um. Hann færði og í letur fróðleiksþætti margvíslega og ágæta suma. Er flest það er hann ritaði, bæði Ijóð og laust mál, varðveitt í Héraðs- skjalasafni Skagfirðinga. Sigurjón var hæglátur í framgöngu og hlédrægur, hófsamur í hverj- um hlut, sanngjarn og réttsýnn. Hann var farsæll maður í lífi og starfi, heiðursmaður í hvívetna og hamingjudrjúgur. Sigurjón Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.