Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 52

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 52
52 GLÓÐAFEYKIR er tengdu þau við óðal og ættarbyggð og hverfa á brott þaðan á oamalsaldri. o Arið 1916 kvæntist Jón Guðrúnu Guðmundsdóttur Jónssonar og Ingibjargar Jónsdóttur; hafði hún verið bústýra hans frá öndverðu, myndarkona og manni sínum mjög samhent. Börn þeirra voru 7: Björn, dáinn; Helga, d.; Jóhanna Soffia, d.; Guðmundur, verkarn. í Reykjavík; Jón Bakkmann, múrarameistari á Akureyri; Ingibjörg Sigrún, verkak. í Reykjavík og Björn Helgi, sóknarprestur á Húsa- vík. Guðrún, kona Jóns, lézt nokkrum mánuðum fvrr en maður hennar. Jón gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum á langri ævi. Sýslu- nefndarmaður 1933—1954, sat í hreppsnefnd, sóknarnefnd, safnaðar- fulltrúi um hríð og meðhjálpari lengi í Yiðvíkurkirkju. Hann var trúaður rnaður og unni kirkju sinni og kristindómi heilum huga. Jón á Bakka var mikill maður vexti, fríður sýnum og kempulegur. Hann var garpur mesti til allra athafna, höfðingsmaður í framgöngu, djarfur og ókvalráður, rammur að afli, íþróttamaður á yngri árum og glíminn í bezta lagi; öruggur til áræðis, jafnt í orði sem athöfn; hélt fast á fornum dyggðum, fannst „hinn nýi tími“ stefna um margt til öfugrar áttar og jafnvel ófarnaðar. Hann var greindur vel og gæddur miklu sjálfstrausti, sótti mannfundi flestum betur, flug- mælskur og hopaði hvergi, þótt andstöðu mætti; drengilegur í mál- flutningi, hafði jafnan gamanyrði á takteinum, hlaut gott hljóð á málþingum og bar sig manna bezt í ræðustóli. Jón var mikill radd- maður, söng og kvað, veizluglaður og gamansamur, en þó alvöru- maður og hugsandi alla ævi. Hagorður var hann nokkuð og lagði mikla stund á yrkingar, einkum á efri árum. Eigi var sú ljóðagerð til langlífis fallin, enda orti Jón fyrst og fremst sjálfum sér og kunn- ingjum sínum til gamans. Skorti og sjálfsrýni meir en sjálfstraust. Jón á Bakka var svipmikill maður, vinsæll og vel metinn. Sr. Helgi Konráðsson, prófastur á Sauðárkróki, andaðist þ. 30. júní 1959, aðeins 57 ára gamall, fæddur að Syðra-Vatni á Efribyggð 24. nóv. 1902. Foreldrar: Konráð bóndi á Syðra-Vatni Magnússon, bónda í Kolgröf á Efribyggð og Steiná í Svartárdal, Andréssonar bónda á Álfgeirsvöllum, Ólafssonar, og kona hans Ingibjörg Hjálms- dóttir alþingism. og bónda í Norðtungu í Mýrasýslu, Péturssonar bónda þar, Jónssonar, og konu hans Helgu Árnadóttur bónda í Kal- manstungu. Var Konráð á Vatni, faðir sr. Helga, albróðir sr. Jóns á Mælifelli og Ríp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.