Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 26

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 26
26 GLÓÐAFEYKIR þar í garðanum. Þegar í húsið kom sá ég, að ein ærin var á lofti að aftanverðn og afturfætur hennar fastir í holn nppi í vegg. Og svo voru fæturnir skorðaðir að ég náði þeim ekki út. Datt mér þá í hug að ná í járnkarl en hætti við það, því að ég óttaðist að fótbrjóta ána. Nei, betra var þá að taka á eins og ég hafði orku til, verra gat það ekki orðið. Og með því að neyta ýtrustu krafta, tókst mér að ná öðr- um fætinunr fyrst og síðan hinum. Mér var þetta atvik með öllu óskiljanlegt, því að útilokað var, að ærin hefði sjálf getað fest sig svona. Nú, nú, um kvöldið kom gestur og bað um gistingu. Auðr itað var hún sjálfsögð. Hest næturgestsins lét ég inn í hesthús suður á túni. Um morguninn, þegar ég kom út, var gesturinn kominn suður að húsum, og þegar mig bar þar að, var hann að koma út úr húsinu, sem ærin var í. Má tengja þetta saman? Ég veit það ekki, en hvað á maður að halda? Stundum hefur komið fyrir, að mér hefur verið eins og sagt að gera eitt og annað eða láta eitthvað ógert. Mér hefur alltaf reynzt vel að fara eftir þeirri ábendingu. Um það get ég nefnt þér eftir- farandi dæmi: Það var fyrri hluta vetrar, komið franr undir jólaföstu. Sigurpáll nokkur Sigurðsson var þá vinnumaður hjá mér hér á Egg. Kona hans hét Ingibjörg Jónsdóttir. Ærnar hafði ég frammi á Borgareyju, eins og oft framan af vetri. Tíð var góð, stillur en nokkurt frost og héla á jörð. Ærnar héldu sig á flánum og Sigurpáll leit daglega eftir þeim. Nú stóð svo á, að Ingibjörg var komin að því að ala barn og þurfti Sigurpáll að sækja ljósmóður, Pálínu á Syðri-Brekkum. Ég ætlaði því frameftir til ánna, en kona mín bað mig að doka, því að luin þyrfti að vera hjá Ingibjörgu, en ég þá að líta eftir krökkunum. Áður en ljósmóðir kom var barnið fætt og allt í góðu lagi, svo Sigur- páll fór með hana svo til um hæl aftur, því að hún átti þess von, að verða á hverri stundu sótt til annarrar konu. I rökkurbyrjun fór ég svo fram eftir til ánna. Þar var ekkert að. Veður var kyrrt, tungl nálægt fyllingu en skýjað. Þegar ég var kominn af stað heimleiðis, heyrðist mér kallað: Farðu með ærnar heim í kvöld. Það fannst mér ekki koma til mála í þessu veðri og held áfram. Þá heyrði ég sömu orðin endurtekin og sýnu ákveðnar. Og ég ákvað að hlýða, þótt ekki væri mér það ljúft. Ég hafði Snugg gamla með mér, þú manst kannski eftir honum, mjög vænn fjárhundur, Snuggur, svo að ég var engan veginn einn. Týndi ég nú ærnar saman og liélt nreð þær heimleiðis. Farið var að óttast um mig heima og mætti ég leitarmönnum sunnan við túnið- Ærnar létum við að sjálfsögðu inn. Morguninn eftir var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.