Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 49

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 49
GLÓÐAFEYKIR 49 Anna Egilsdóttir var mikilhæf kona og mjög vel gefin, sem hún og átti kyn til. Hún var léttlynd, glöð og kát, hvernig sem á stóð. Má þó nærri um það fara, að ósjaldan hafi á henni hvílt áhyggjur eigi léttar, því að stundum gat jafnvel brugðið til beggja vona, að takast mundi að seðja marga munna. En því fór fjarri, að Anna léti nokkru sinni bugast. Og þrátt fyrir amstur og erfiðleika, sem oftast eru fylgi- samir fátækt og basli, skilaði hún miklu og góðu dagsverki. Björn Jónasson, bóndi á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð, lézt þ. 3. apríl 1959. Fæddur var hann að Enni í Viðvíkursveit 26. ágúst 1890. Foreldrar: Jónas, trésmíðameistari og bóndi á Syðri-Brekkum Jóns- son, bónda í Minniakragerði og Grundar- koti í Blönduhlíð, svarfdælskrar ættar, og kona hans Pálína Guðný ljósmóðir Björns- dóttir bónda á Hofsstöðum, Péturssonar bónda þar, Jónssonar, og fyrri konu hans Margrétar Pálsdóttur hreppstjóra á Syðri- Brekkum, Þórðarsonar. Fimm ára gamall flyzt Björn með foreldr- um sínum að Syðri-Brekkum og á þar heima alla ævi síðan. Áttu foreldrar hans við fátækt að búa framan af árum, en úr því rættist vel er börnin 6 uxu upp, öll bt'iin miklu at- gervi. Tvítugur að aldri hóf Björn búsýslu með móður sinni og síðan systur. Bjuggu þau meðan honum entist ævin í sambýli við bróður sinn og mág. Var heimilisbragur á Brekk- um jafnan þvílíkur sem þar væru allir ein fjölskylda, þótt þríbýli væri. Björn á Brekkum var í hærra lagi, þrekvaxinn og burðamaður slíkur, að enginn vissi honum verða aflfátt. Hafði hann, sem og þeir bræður allir, hið mesta yndi af öllum þrekraunum.Voru þá átök stór, er þeir bræður þreyttu afl í æsku — og ekki um fengizt, þótt stundum kynni að kárna um þiljur í gömlu baðstofunni á Brekk- um. Fara margar sögur af aflraunum Björns og afrekum. Eitt sinn lék hann það, löngu fulltíða maður, að tæpa gómum undir laggir á 180 kg þungri sementstunnu, bera hana drjúgan spöl og varpa síðan á vagn. Björn á Syðri-Brekkum var góður bóndi og afburða verkmaður, meðan til entist. Honum lék hvert verk í hendi, hversu torvelt sem var. Hann var greindur vel og góðviljaður, viðræðuglaður í vina- Björn Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.