Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 55

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 55
GLÓÐAFEYKIR 55 árum eftir það fór hún alfari til Sauðárkróks og átti þar heima til lokadags. Börn þeirra Önnu og Þorkels voru 9. Sonur þeirra, Stefán, dó um tvítugsaldur. Hin eru öll á lífi og búa á Sauðárkróki: Sigriður, húsfr.; Jón, verkam.; Sigurður, verkam.; Anna, verkak.; Páll, verka- maður; Sigmundur, verkam.; Sigurlaug, húsfr., og Hankur, verkam. Auk þessa væna barnahóps ólu þau hjón upp tvö fósturbörn. Anna Sigurðardóttir var í meðallagi há, dökk á yfirbragð, svip- farið festulegt. Hún var gædd miklu þreki og dug, sem og bæði þau hjón. Mun eigi hafa af veitt, svo stór sem fjölskyldan var. En jafnan komust þau vel af, þrátt fyrir mikla ómegð og tíðan búferlaflutning á fyrstu búskaparárum, og segir það sína sögu um ráðdeild þeirra og manndóm. Guðjón Þorsteinsson, fyrrum bóndi á Skatastöðum í Austurdal, lézt 12. dag septembermán. 1959. Hann var fæddur að Hofi í Vestur- dal 19. sept. 1891. Voru foreldrar hans Þorsteinn bóndi á Hofi og síðar á Skatastöðum Simirðsson, bónda í Gilhagaseli, Sigurðssonar bónda á Mosfelli í Svínadal, og kona hans Ingibjörg Guð- mundsdóttir bónda á Hömrum í Fremri- byggð, Hannessonar bónda þar, og konu hans Maríu Asgrímsdóttur. Guðjón óx upp með foreldrum sínum, fyrst á Hofi og síðan á Skatastöðum frá 1902, þar sem hann átti heima til æviloka. Arið 1914 kvæntist hann Ingibjörgu Aronsdótt- ur, en þau voru bræðrabörn. Þau eignuðust einn son, er upp komst, Kristján, bónda á Skatastöðum, kvæntan Sólborgu Bjarnad. Þau Guðjón og Ingibjörg reistu bú á Skatastöðum 1920, ári fyrr en Þorsteinn, faðir Guðjóns, dó, og bjuggu þar til 1942, er þau seldu búið í hendur syni sínum. Eftir það var Guðjón varðmaður við Jökulsá eystri nokkur sumur og síðan löngum í vegavinnu. Á þessum árum varði hanu fjármunum sínum til þess að bæta jörðina að byggingum og ræktun. Annað stórmál hafði hann og með hönd- um. Hann barðist manna mest fyrir því, að vegur yrði lagður fram í Austurdal. Hann var sonur dalsins og samgróinn honum og vildi veg hans í hvívetna sem allra mestan. Mun það næsta fátítt, að menn 5^u bundnir átthö°um sínum o°; umhverfi svo órjúfandi böndum Guðjón Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.