Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 31

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 31
GLÓÐAFEYKIR 31 Sveinn Pálsson Arið 1800 kom út í Leirárgörðum Ævisaga Bjarna Pálssonar land- læknis {'1719—1779), rituð a£ tengdasyni hans, Sveini Pálssyni, lækni og náttúrufræðingi (1762—1840). Fast að hálfri annarri öld síðar, árið 1944, kom ævisagan út á Akureyri í 2. útgáfu, er Árni Bjarnar- son stóð að, en Sigurður Guðmundsson skólameistari ritaði formála. Er sá „formáli" raunar ágrip af ævisögu Sveins Pálssonar á 52 blað- síðum — og markaður sömu snilld og annað flest, það er Sigurður skólameistari lét frá sér fara í rituðu máli. Sveinn Pálsson var Skagfirðingur, sem kunnugt er. Þykir ekki alls kostar óviðeigandi að birta hér stuttan kafla úr formálanum, upp- haf að ævisöoribroti Sveins. O G. M. „Sveinn Pálsson var Skagfirðingur að ætt og uppruna. Hann var fæddur á Steinsstöðum í Tungusveit 24. apríl 1762. Voru foreldrar hans Páll Sveinsson, bóndi þar, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir frá Héraðsdal. Eru þau hjón talin komin af góðum ættum, enda virðast þau hafa verið í meiri-háttar bænda röð og hin merkustu. Má meðal annars ráða það af því, að þau hafa bæði efni á því og framkvæmd til að setja Svein son sinn ungan til náms, komu honum á 10. ári til prests eins þar í nágrenni sínu, „búnum, sem það heitir, að læra sinn kristindóm", eins og Sveinn Pálsson kemst sjálfur að orði í Ævisögu- broti sínu. Föður sinn kallar hann þar „nafnkenndan fjölsmið á þeirri tíð“, sem á líklega að merkja, að hann hafi verið hagur, bæði á tré og málma, völundur, sem allt lék í höndunum á. Gísli Konráðs- son, sem hér verður að teljast skilríkur heimildarmaður, kallar hann „silfursmið“ og segir, að hann hafi verið skrifari góður. Guðrún móðir hans hefur verið mikil atgervis- og hæfileikakona, „skörpustu gáfum gædd, marg-fróð, einkum í heilagri skrift“, segir Sveinn Páls- son um hana í ævisögu-ágripi sínu. Er engin ástæða til að véfengja vitnisburð þessa merka sonar hennar, þótt náið sé þar nef augum. Hún var og yfirsetukona. Er hennar og víðar getið en í þessari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.