Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 22

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 22
99 GLÓÐAFEYKIR mætti hugsa hvað hann vildi um það. A sunnudaginn var svo drifa- þurrkur. Ég bað fólkið að snúa með mér heyinu og var það velkomið. Júlíus hafði orðið eftir niðri á Dalvík daginn áður, en um hádegið kom hann neðan að, kom við á Grund og tók nii til að ríða fram og aftur um flekkina, með þrjá til reiðar. Það hálf fauk í mig út af þessu athæfi og ég sagði eitthvað á þá leið, að trúlega hefði töluvert sungið í Júlíusi í Garðshorni, ef svona væri riðið uni nýrifjað hey hjá honum. Hann svaraði því til, að það væri óguðlegt athæfi að vera að heyvinnu á sunnudegi. Jókst þetta svo orð af orði þar til Júlíus hótaði að mölva fyrir okkur hrífurnar. Talsvert höfum \ ið víst haft hátt, því að rifrildi okkar heyrðist suður í Garðshorn og kom kona Júlíusar og dóttir úteftir að reyna að stilla til friðar. Tókst þeim loks að hafa Júlíus heim með sér. Ekki man ég til að hafa nokkurn tíma reiðst meira en í þetta skipti og mikið mátti ég stilla mig um að elta ekki Júlíus þegar hann fór. Ætlun hans var auðvitað sú, að koma í veg fyrir að við gætum sinnt heyinu. Við snerum svo öllu aftur á túninu á mánudag og á þriðjudag náð- um við því upp. A miðvikudaginn bundum við. Konan vildi ekkert skipta sér af heyskapnum. Sagði að ég væri ráðsmaður og yrði að hafa veg og vanda af vinnubrögðunum. Mér féll miður þetta afskipta- leysi hennar, en hún hafði nú tekið þetta í sig. Ég hafði ekki áður borið upp hey og vildi láta Þorleif gera það. Því neitaði hann. Hefur kannski einnig verið því óvanur. Tóftin var diúp og því fljót- legt að koma fyrir í henni fyrsta sprettinn. Um kvöldið, á mjaltatíma, bað húsfreyjan mig að finna sig, segir að Júlíus bróðir sinn liafi sent til sín og spurt hvort hún ætlaði að láta mig brenna töðuna. — Júlíus bróðir þinn hefði átt að koma og skoða heyið áður en við byrjuðum að binda, svaraði ég snúðugt og fór. Og allt komst heyið í tóft um kvöldið. Er því var lokið bað ég Leifa að þekja með mér heyið, því ég var hræddur um rigningu. Jú, við þöktum uni nóttina og um morguninn tók að rigna. Veturinn eftir sagði Sigurð- ur mér, að hann hefði aldrei átt betri töðu. Þá var ég maskinn. F.n af Júlíusi er það að segja, að hann var ekki búinn að slá sitt tún þegar ég hafði alhirt. Mikið sá ég eftir því seinna, að liafa ekki beðið Friðriku að senda Þorleif suður eftir til Júlíusar að hjálpa honum með túnið. Næsta vor var ég svo í jarðabótavinnu úti í Skefilsstaðalireppi. Þá var Björn Blöndal, prestur í Hvamrni, fyrir búnaðarfélagi þeirra Skeflunga. Ég vildi fá 2 kr. í kaup á dag. Það taldi prestur fráleita kröfu. Ég bauðst þá til að taka vinnuna í „akkorð“ og mér yrðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.