Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 25

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 25
GLÓÐAFEYKIR 25 hann af mér yfir veturinn, mér að kostnaðarlausu. En mér héldu engin bönd. Kom þá Gísli með skinnsokka og klæddi mig í þá. Ég fékk sæmilegt veður á Heljardalsheiðinni og sólskin þegar ofan á Heljardal kom. En frá Skriðulandi var mér ekki sleppt um kvöldið. Ojá, ferðamenn mættu oft hörðum veðrum á Heljardalsheiði. Vor- ið 1906 fór ég norður í Svarfaðardal. Daginn, sem ég hugðist halda heimleiðis, var vonzkuhríð. Hugsaði mér að fara upp Þverárdal. Jón á Þverá og Valdi bróðir fylgdu mér af stað. Þegar fram á dalinn kom, færðist veðrið í aukana og brast á iðulaus stórhríð. Aftóku þeir þá að ég færi lengra og þar sem ekki lá lífið á sneri ég við og gisti á Hnjúki. Seinni partinn daginn eftir lagði ég svo enn af stað og á skíðum. Var þá veðrið sæmilegt en þyngsla skíðafæri. Kom í Skriðu- land og barði að dyrum. I fyrstu virtist enginn heyra til mín. Settist ég þá á fiskasteininn og sofnaði. Þar kom Kristinn svo að mér. Síðar var haft eftir Kristni, að ég hefði verið svo uppgefinn „. . . . að hann var sofnaður áður en hún Hallfríður mín hafði fært hann úr öðrum sokknum.“ Kristinn var einhver mesti greiðamaður og höfðingi, sem ég hef kynnzt. Sigurður vill lítið segja mér af sinni búskaparsögu. Telur frá engu sérstöku að segja. — Hún var bara svipuð og gerðist og gekk hjá öðrum. En ef þú vilt að lokum heyra ofurlítið um það, sem sumir kalla furðusögur en aðrir bábiljur, þá get ég sagt það. Jú, gjarna vildi ég það. Og Sigurð þekki ég að því að segja það eitt, sem hann veit satt og rétt. — Það var eitt sinn að við Benedikt heitinn í Keldudal vorum að girða á merkjunum milli bæjanna. Spurði Benedikt mig þá hvað ég hefði gert af naglbít, sem ég hafði verið með. Ég sagði sem var, að ég hefði lagt hann á hellublað, sem var þarna rétt hjá. — Nei, sagði Benedikt, — Hann er þar ekki. Og mikið rétt, hann var þar ekki. Nú var ég og er enn alveg sannfærður um, að þarna lagði ég naglbítinn og hvergi annars staðar. En hvernig sem við leit- uðum, fundum við hann ekki. Nema hvað? Eftir þrjú ár var ég þarna eitt sinn á gangi. Og hvað sé ég þá á hellunni annað en nagl- bítinn, sem hvorugur okkar sá þar þremur árum áður. Hvað hafði gerzt þarna? Ja, svari nú hver, sem getur. Eitt sinn var það að kvöldi til, að ég var að snúast við fé í húsunum hérna suður á túninu. És: var búinn að sæfa en átti eftir o o að kljúfa í garðanum. Var þá komið suður eftir til mín og ég beðinn að skjótast heim. Ég ák\ að samt að fara fyrst austur í húsið og jafna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.