Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 37

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 37
GLÓÐAFEYKIR 37 ir hafi verið komnir í augsýn við þá, er frá tilburði hafa sagt, og fundust lík þeirra, og var lík Benedikts rifið nokkuð; voru þeir jarðsettir að Sjávarborg 19da dag hins sama mánaðar.“ Jens Spendrup ('1680—1735) var danskrar ættar. Hann fékk hálft Hegranesþing 1715, en allt við andlát Benedikts Bechs 1719 og hélt til dauðadags. „Var fjárgæzlumaður mikill, enda gerðist auðmaður.“ (ísl. æviskrár). Espólín greinir svo frá atburðum: „Jens Spendrup sýslumaður í Skagafirði reið um haustið í Fljóta- umboð, Siglufjarðar og Sléttuhlíðar, og er hann kom að utan í Hofs- ós, var hinn 5ti dagur október; það var síðla dags, er hann var á Lónshálsi; mætti honum þar sendimaður Guðrúnar Vigfúsdóttur, konu Hans Skevings á Möðruvöllum, var hún komin vestur, að finna Helgu, móður sína, og bar sendimaðurinn þau boð, að hún vildi sjá hann, heilsa honum og kveðja, og hefði lengi beðið hans, vildi því gjarnan, að hann hraðaði förinni; hann gjörði svo, og reið yfir þvert Hegranes að Kárastöðum, var þá eigi ferjumaðurinn heima; hann reið þó til ferjunnar og menn hans, og var þá nær dag- setri; lét hann fyrst flytja skipsfarma tvo, og var kyrrt veður á með- an, svo að ljósbært var úti; fóru menn hans yfir um með förmunum, til að taka á móti hestum og leggja á til flýtis, nema hann sjálfur og Jón Guðmundarson, sveinn hans, en sá kom aftur, er með ferjuna fór. Einar Kársson, bróðir Þorleifs, er síðan var að Hraunum, þeir frændur voru komnir frá Sæmundi prófasti í Glaumbæ Kárssyni; fann hann sýslumann og Jón, og var enn borið á ferjuna það er eftir var, nema einir 5 baggar, og voru í einum þeirra 7 hundruð dalir, 6 er átti jafnan að geyma af kaupmanna fé, en eitt er hann átti sjálfur; í öðrum var tóbak og brennivín og annað ýmislegt; stigu þeir sýslumaður og Jón á ferjuna, en Einar reri, og var þá niðmyrkt orðið; en er kom á miðvötnin, kom á veður mikið, og varð ei ráðið við, mættu þeir þá hrakningi og sandbleytu, er þar var ærin, og hrukku þeir út, og drukknaði Jón Guðmundarson,, sýslumaður tók hann dauðan, og lagði hann í byttuna, og stóðu þeir Einar í vatni til dags, því þar voru grynningar, þá mælti sýslumaður: nú má Guð gjöra við mig hvað hann vill, ei get ég nú lengur; fóru þeir þá báðir í byttuna, og ætluðu að láta reka, var sýslumaður kominn að bana; hvolfdi þá aftur, og drukknaði hann, en þó lifði Einar, og slæddist með ferjunni undir bakka, og fannst þar um morguninn á sandeyri, segja sumir að væri í miðjum vötnum; hafði þá Jens Spendrup verið 17 ár sýslumaður, og jafnan hógvær, sundurgerðarlaus og óskraut- samur; eigi fundust peningarnir, og eigi lík Jóns Guðmundssonar, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.