Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 58

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 58
58 GLÓÐAFEYKIR skap á vetruna, enda fágætlega slyngur við prjón og alla tóvinnu. Hann var blindur síðustu ár ævinnar, en prjónaði sem ekkert væri. Sigurlaug missti mann sinn 1945. Þan áttu eina dóttur barna, Þóreyju, er giftist Guðmundi Björnssyni frá Veðramóti (sjá þátt af honum í 9. hefti Glóðafeykis 1969, bls. 51). Sigurlaug Gísladóttir var há og beinvaxin, fríðleikskona, höfðingi í lund og skörungur. Hún var einstök hamhleypa til allra verka og mjög eftirsótt, m. a. til heyskaparvinnu, frarn á efri ár. Fór saman hjá henni afburða dugnaður og trúmennska í hverju starfi. Sigurður Helgason, verkam. í Sólheimum í Blönduhlíð, lézt af slysförum þ. 1. okt. 1959. Hann var fæddur að Þröm á Langholti 7. marz 1917, tvíburabróðir Björgvins, sjá Glóðafeyki ’69, 9. h. bls. 46. Sigurður ólst upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim og Björgvin bróður sínum 9 ára gamall að Miðsitju í Blöndu- hlíð. Atti síðan lengstum heima þar og á nágrannabæjum, stundum vinnumaður, oft- ast lausamaður og vann þá löngum að vega- gerð á sumrum eit fjárhirðingu á vetrum. Hann dó ókvæntur og barnlaus. Svo líkir voru þeir um flesta hluti tví- burabræðurnir, Björgvin, er lézt réttum 4 árum fyrr, og Sigurður (oft kallaður Siggi Beggabróðir), að um leið og annars er minnzt, kemur hinn í hugann. Flestar minningar um þá er saman slungnar. Og þær minningar eru sveip- aðar hreinviðri og heiðríkjn. Sigurður Helgason var meðalmaður á vöxt, góðlegur á svip og glettinn á stundum, enda gleðimaður í sinn hóp, hestamaður og „heima hjá sér“, er hann sat á böldnum fola. Það var giáglettni ör- laganna, er fall af hesti skyldi verða honum að aldurtila. Sigurður var hlédrægur og eigi hlutsamur um annarra hluti. Hann var hlýr í viðmóti, frábærlega greiðvikinn og geðþekkur öllum samvistar- mönnum, góður drengur og vinsæll, tilfinningamaður, trygglundað- ur og barnelskur, svo að með fágætum mátti telja. Sigurjón Jónasson, fyrrum bóndi á Skefilsstöðum á Skaga, lézt þ. 10. nóv. 1959. Fæddur var hann á Gunnsteinsstöðum í Langadal 9. sept. 1877, sonur Jónasar, síðast bónda í Hólakoti á Reykjaströnd,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.