Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 35

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 35
GLÓÐAFEYKIR 35 Slysfarir Héraðsvötn hafa löngum verið ærinn farartálmi, viðsjál og ótrygg yfirferðar. Þó verður eigi séð, að forfeður okkar hafi látið þann tálma hamla för sinni né heldur hafi hann ægt þeim í augum. Þing- staðurinn — Hegranesþing — var í Garði, utarlega í Hegranesi aust- anverðu. Þangað sótti múgur manns. Staðurinn er að vísu í miðju héraði, svo að þar verður naumast nær komizt. Og þar er víðsýnt og fagurt. En á hitt er að líta, að þangað áttu allir yfir stórvötn að sækja, aðrir en Hegranesbúar einir — heimamenn í lítilli sveit. Vissulega hefur verið tíðförult yfir Héraðsvötn allt frá upphafi byggðar. En jafnvíst er hitt, að Vötnin hafa krafið sinn skatt af hverri kynslóðinni á fætur annarri allt fram á okkar daga, hinna eldri, sem enn erum lífs. Sá skattur hefur eigi verið smár. Frá því um aldamót hafa, svo að ég muni með vissu, 12 manns farizt í Hér- aðsvötnum. Hversu margir mundu þeir vera frá öndverðu? Vonandi er nú skatturinn að fullu goldinn. Eða hvað —? Enn eru eigi nema þrjár brýr á Vötnunum og aðeins ein í öllu héraðinu framan Hegra- ness. Er því enn farið yfir á hesti og raunar æði oft, þótt eigi sé sem áður var. A fyrra helmingi 18. aldar drukknuðu 2 sýslumenn í Vesturvötn- um (vestan Hegraness), Benedikt Magnússon Bech 7. maí 1719 og Jens Spendrup 6. okt. 1735. Benedikt Bech (1674—1719) var sýslumaður í Skagafjarðarsýslu frá og með árinu 1708 til dauðadags, en sleppti hálfri sýslunni við Jens Spendrup fjórum árum fyrir andlát sitt. Hann bjó á Sjávarborg. „Hár maður og þrekvaxinn, fríður sýnum, vel að sér, hugvitsmaður mikill, margv ís og forspár, góðmenni.... Hann var skáldmæltur . . . .“ (Isl. æviskrár). Frá drukknun hans segir svo í Árb. Espólíns (stafsetning færð til nútímahorfs að mestu, en greinarmerkjasetning óbreytt): ,,LTm vorið fór Benedikt Bech sýslumaður á Sjávarborg til héraðs- þinga, sem hann var vanur, og er hann kom í Hjaltadal, gisti hann að Hólum, og ætlaði þaðan til Viðvíkur og Hofs, og svo heim að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.