Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 32

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 32
32 GLÓÐAFEYKIR frásögn Sveins Pálssonar. Hún sat yfir móðnr Gísla Konráðssonar, þá er hún fæddi þennan mjög-ritandi söguþul. Segir Gísli, að þessi ,,ljósa“ sín hafi verið „yfirsetukona" mikil.“ „Sagði hún jafnan fyrir um börn þau, er hún tók við, hvort langæ yrðu eður eigi, að mælt var“, bætir hinn fróði söguritari við. Og á öðrum stað segir Gísli, að hún hafi verið „yfirsetukona með afburðum“, „allvitur". „Sköru- leg var hún að öllu og vel að sér í hvívetna“, segir hann. Sýna þær óhrekjanlega, þessar lýsingar Gísla, sem var alinn upp á næstu slóð- um við Guðrúnu á Steinsstöðum, að hún hefir notið mikils álits í sveit sinni og héraði. Er ekki ósennilegt, að nærkonustörf hennar hafi átt þátt í því, að Sveinn Pálsson lagði stund á læknisfræði, þótt svo sé að sjá, á sjálfs hans frásögn, að frændi hans, Jón Sveinsson. landlæknir, hafi átt upptökin að því. A landi voru hefur löngum oltið all-mikið á fæðingarþúfunni, þá er ungir efnismenn og námgjarnir áttu í hlut. Og það veltur drjúgt á henni stundum enn. Þó að mörg mæða gnauðaði Sveini Pálssyni um herðar og vanga, var það lán hans, að hann fæddist í Skagafirði. Sökum Hólaskóla var Skagafjörður þá það hérað, er vel gefnum Islendingum var einna menningar- og menntavænlegast að fæðast og upp alast í. Sama máli hefir gegnt um Arnessýslu syðra. Segjum, að Páll bóndi, faðir Sveins, hefði ílenzt austur í Vopnafirði, þar sem hann var um hríð „að vistum", að sögn Gísla Konráðssonar. Ef hann hefði ekki verið því meiri efnamaður né notið annarrar hjálpar, er hætt við, að sonur hans, hinn tápmikli og fluggáfaði, hefði farið á mis við þá skólamenntun, er honum hlotnaðist. Island hefði þá orðið fjölnýtum og fræknum lækni og miklum menningar- og mennta- manni fátækara. Andi Sveins Pálssonar hefði þá aldrei eignazt jafn- fullkomlega og ella hið göfuga „undanfæri", er hann átti í mann- raunum og mótlæti, að því er Bjarni Thorarensen kveður í hinum sígildu eftirmælum sínum eftir hann.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.