Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 51

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 51
GLÓÐAFEYKIR 51 álaður veiðimaður og vafalaust ein snjallasta refaskytta á landi hér; hlaut og heiðursverðlaun frá Búnaðarfél. íslands fyrir þá íþrótt. Gunnar var harðgreindur maður, frjálslyndur og víðsýnn í skoðun- um, orðhvatur nokkuð og hélt á máli sínu með skörungsskap og rökvísi, hver sem í móti var. Hann var listhneigður og ljóðelskur, enda skáld gott og óefað í fremstu röð þeirra manna skagfirzkra, er við ljóðagerð hafa fengizt. Hefur nokkuð af kvæðum hans og stökum birzt í blöðum og tímaritum, svo og lítið eitt í Skagfirzkum ljóðum. Hitt er þó miklu meira, sem eftir liggur óprentað, og mun þar mörg perlan. Með Gunnari Einarssyni féll á góðum aldri mikill hæfileikamaður og mætur drengur. „Hann hafði yndi af að vera í glöðum hópi vina og kunningja, og öðrum mönnum var hann aufúsugestur sökum glettni sinnar, skjótra tilsvara og annarra hnyttinyrða, er komu öll- um viðstöddum í gott skap; hann var hrókur alls fagnaðar á mann- fundum; en það er álit mitt, eftir langa viðkynningu, að aldrei hafi honum liðið betur eða verið sælli en þegar hann átti vöku um vor- nætur upp til heiða eða fjalla, þá hann lá á grenjum.“ (Alb. Sölva- son). — Gunnar var mikið náttúrubarn. Jón Björnsson, fyrrum sýslunefndarmaður og bóndi á Bakka í Viðvíkursveit, lézt þ. 20. maí 1959. Hann var fæddur að Stóragerði í Óslandshlíð 21. apríl 1873. Foreldrar: Björn bóndi í Stóragerði o. v., síðast í Enni í Viðvíkursveit, Illuga- son, bónda á Marbæli í Óslandshlíð o. v., Björnssonar bónda á Óslandi, Mála-Bjarn- arsonar, og kona hans Helga Jónsdóttir bónda í Stóragerði Vigfússonar og Hall- dóru Tómasdóttur á Kálfsá í Ólafsfirði, Jónssonar. Jón óx upp með foreldrum sínum, stund- aði nokkuð sjó og kom sér jafnframt upp vænum bústofni, sýndi snemma ráðdeild og fyrirhyggju. Reisti bú á Bakka 1906 og bjó þar nálega hálfa öld, allt til 1955, er hann seldi jörðina og fluttist með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Jón var hinn mesti dugnaðarforkur, bjó góðu búi á gamla vísu, eigi mikill framkvæmdamaður eða nýjunga, en búnaður allur traustur, efnahagur góður og allt í föstum skorðum. Mun þeim hjónum eigi hafa verið sársaukalaust að slíta allar rætur, Jón Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.