Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 64

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 64
64 GLÓÐAFEYKIR Jón Þorgrímsson var lágur maður og riðvaxinn, rjóður í airdliti, fullur að vöngum og búlduleitur nokkuð. Hann var fátækur löng- um en komst þó furðuvel af, enda eljumaður og ótrauður til starfa. Hann hafði sig lítt í frammi, hugsaði meira urn hitt, að sjá fjölskyldu sinni farborða — og tókst það vel, þrátt fyrir mikla ómegð og marg- háttað torleiði. Hann tók miklu ástfóstri við ábýlisjörð sína, Ytri- Húsabakka, þótt hún sé miklum annmörkunr háð sakir vatnagangs og flóðahætu, og vildi ekki þaðan víkja. Baldvina Asgrimsdóttir, húsfr. í Ketu í Hegranesi, lézt þ. 16. maí 1960, aðeins 29 ára gömul. Hún var fædd að Syðra Mallandi á Skaga 29. apríl 1931. Voru foreldrar hennar Ásgrímur bóndi á Syðra Mal- landi Arnason bónda þar, Magnússonar bónda á Illugastöðum í Flókadal, Ásmunds- sonar, og kona hans Sigríður Árnadóttir bónda í Víkum á Skaga, Guðmundssonar bónda þar, Bjarnasonar, og konu hans Onnu Tómasdóttur. Baldvina átti ekki lansa sös,u. Á öðru ári missti hún föður sinn, ólst upp með móður sinni heima þar á Mallandi, fluttist með henni 1948 fram í Hegranes, er Sigríður giftist Leó bónda Jónassyni á Svanavatni. 19 ára gömul, árið 1950, gekk hún að eiga Ingimund Árnason í Ketu, og tóku þau þegar við jörð og búi. Þau eignuðust tvö börn: Brynju og Árna, og eru bæði í föðurgarði. Framundan var heiður himinn o° sól ekki sensin í hádeoisstað. o o o o En allt eins og veðrabrigði verða á stundum með válegum hætti, svo eru og mannleg örlög dularfull og torræð. Baldvina fékk aðkenn- ingu af ólæknandi veiki. Síðustu árin fimm tók hún ekki á heilli sér, dvaldist langdvölum á sjúkrahúsum en hvarf heim þegar af bráði og sinnti húsmóðurstörfum fullum fetum — betur og lengur miklu en máttur hrökk til. Jafnan var hún ljiif og glöð og sýndi mikið æðruleysi og sálarþrek í áralöngum veikindum. Saga hennar er stntt að vísu, allt of stutt. En það er falleg saga hamingju og harms. Baldvina Ásgrímsdóttir var frekar há og grannvaxin, góðleg á svip, hlý í viðmóti og hugþekk hverjum manni. Baldvina Asgrimsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.