Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 64

Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 64
64 GLÓÐAFEYKIR Jón Þorgrímsson var lágur maður og riðvaxinn, rjóður í airdliti, fullur að vöngum og búlduleitur nokkuð. Hann var fátækur löng- um en komst þó furðuvel af, enda eljumaður og ótrauður til starfa. Hann hafði sig lítt í frammi, hugsaði meira urn hitt, að sjá fjölskyldu sinni farborða — og tókst það vel, þrátt fyrir mikla ómegð og marg- háttað torleiði. Hann tók miklu ástfóstri við ábýlisjörð sína, Ytri- Húsabakka, þótt hún sé miklum annmörkunr háð sakir vatnagangs og flóðahætu, og vildi ekki þaðan víkja. Baldvina Asgrimsdóttir, húsfr. í Ketu í Hegranesi, lézt þ. 16. maí 1960, aðeins 29 ára gömul. Hún var fædd að Syðra Mallandi á Skaga 29. apríl 1931. Voru foreldrar hennar Ásgrímur bóndi á Syðra Mal- landi Arnason bónda þar, Magnússonar bónda á Illugastöðum í Flókadal, Ásmunds- sonar, og kona hans Sigríður Árnadóttir bónda í Víkum á Skaga, Guðmundssonar bónda þar, Bjarnasonar, og konu hans Onnu Tómasdóttur. Baldvina átti ekki lansa sös,u. Á öðru ári missti hún föður sinn, ólst upp með móður sinni heima þar á Mallandi, fluttist með henni 1948 fram í Hegranes, er Sigríður giftist Leó bónda Jónassyni á Svanavatni. 19 ára gömul, árið 1950, gekk hún að eiga Ingimund Árnason í Ketu, og tóku þau þegar við jörð og búi. Þau eignuðust tvö börn: Brynju og Árna, og eru bæði í föðurgarði. Framundan var heiður himinn o° sól ekki sensin í hádeoisstað. o o o o En allt eins og veðrabrigði verða á stundum með válegum hætti, svo eru og mannleg örlög dularfull og torræð. Baldvina fékk aðkenn- ingu af ólæknandi veiki. Síðustu árin fimm tók hún ekki á heilli sér, dvaldist langdvölum á sjúkrahúsum en hvarf heim þegar af bráði og sinnti húsmóðurstörfum fullum fetum — betur og lengur miklu en máttur hrökk til. Jafnan var hún ljiif og glöð og sýndi mikið æðruleysi og sálarþrek í áralöngum veikindum. Saga hennar er stntt að vísu, allt of stutt. En það er falleg saga hamingju og harms. Baldvina Ásgrímsdóttir var frekar há og grannvaxin, góðleg á svip, hlý í viðmóti og hugþekk hverjum manni. Baldvina Asgrimsdóttir.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.