Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 68

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 68
68 GLÓÐAFEYKIR oglauk prófi þaðan 1905. Eigi gerðist hann þá bóndi. Yaldi sér srníð- ar að ævistarfi, átti og til listfengra hagleiksmanna að telja. Eigi var hann lærður trésmiður, en stundaði hins vegar um nokkurt skeið nám í silfursmíði hjá Hannesi bónda á Eiðsstöðum í Blöndudal og járnsmíði nokkuð. Hann réðst smíðakennari að Hólaskóla, en veikt- ist um þær mundir af berklum, fór að Vífilsstöðum og fékk skjótan bata, en var þar enn um stund sem smiður hælisins. Björn dvaldist annars mest í Húnaþingi fram yfir miðjan aldur, fór víða um sveitir og vann að smíðum. Til Sauðárkróks fluttist hann 1929 og stundaði smíðar eingöngu eftir það. Heimili hélt hann með systrum sínum tveim, Ingibjörgu ljósmóður og síðar Guðnýju. Var mikið ástríki með þeim systkinum. Hann dó ókvæntur og barnlaus. Björn starfaði allmikið í góðtemplarareglunni svo og í Iðnaðar- mannafélagi Sauðárkróks, sem kjöri hann heiðursfélaga á áttræðis- afmæli hans 1956. Björn Frímannsson var meðalmaður vexti, beinn í baki og bar sig vel til hárrar elli; kvikur á fæti, fríður sýnum, prúður og fyrirmann- legur í fasi og háttum. Hann var ágætlega greindur sem hann átti kyn til, lesinn vel og víða heima. Skapríkur var hann nokkuð og ör í lund, en skjótur til sátta. Hann átti óskorað traust, vinsældir og virðingu allra, þeirra er honum kynntust, og hirti þó eigi ætíð um að þræða alfaraslóðir, enda einrænn nokkuð um sumt og enginn veifiskati. Hann var einlægur trúmaður, þrautvandaður og vammi firrður um alla hluti. Jón Þorfinnsson, smiður á Sauðárkróki, lézt þ. 20. des. 1960. Hann var fæddur að Reynistað 28. okt. 1884, sonur Þorfinns bónda í Geita- gerði Þorfinnssonar, bónda á Hryggjum í Staðarfjöllum, Jónssonar, og konu hans Þóru Jónsdóttur bóuda í Reykjaseli á Mælifellsdal, Hallgrímssonar, og Bergþóru konu hans Þórðardóttur. Á 3. ári fluttist Jón með foreldrum sínum að Geitagerði, en þar bjuggu þau 1887—1898, brugðu þá búi og fluttu með börnum sínum fyrst að Gili í Borgarsveit og þá í húsmennsku, en síðan til Sauðár- króks. Litlu eftir fermingaraldur missti Jón föður sinn; varð hann þá stoð og stytta móður sinnar og yngra bróður, eu systir hans gift og farin að heiman. Jón var hneigður til smíða, en hafði ekki tök á fyrir fátæktar sakir og þeirrar skyldu, er hann taldi á sér hvíla gagnvart móður sinni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.