Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 68

Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 68
68 GLÓÐAFEYKIR oglauk prófi þaðan 1905. Eigi gerðist hann þá bóndi. Yaldi sér srníð- ar að ævistarfi, átti og til listfengra hagleiksmanna að telja. Eigi var hann lærður trésmiður, en stundaði hins vegar um nokkurt skeið nám í silfursmíði hjá Hannesi bónda á Eiðsstöðum í Blöndudal og járnsmíði nokkuð. Hann réðst smíðakennari að Hólaskóla, en veikt- ist um þær mundir af berklum, fór að Vífilsstöðum og fékk skjótan bata, en var þar enn um stund sem smiður hælisins. Björn dvaldist annars mest í Húnaþingi fram yfir miðjan aldur, fór víða um sveitir og vann að smíðum. Til Sauðárkróks fluttist hann 1929 og stundaði smíðar eingöngu eftir það. Heimili hélt hann með systrum sínum tveim, Ingibjörgu ljósmóður og síðar Guðnýju. Var mikið ástríki með þeim systkinum. Hann dó ókvæntur og barnlaus. Björn starfaði allmikið í góðtemplarareglunni svo og í Iðnaðar- mannafélagi Sauðárkróks, sem kjöri hann heiðursfélaga á áttræðis- afmæli hans 1956. Björn Frímannsson var meðalmaður vexti, beinn í baki og bar sig vel til hárrar elli; kvikur á fæti, fríður sýnum, prúður og fyrirmann- legur í fasi og háttum. Hann var ágætlega greindur sem hann átti kyn til, lesinn vel og víða heima. Skapríkur var hann nokkuð og ör í lund, en skjótur til sátta. Hann átti óskorað traust, vinsældir og virðingu allra, þeirra er honum kynntust, og hirti þó eigi ætíð um að þræða alfaraslóðir, enda einrænn nokkuð um sumt og enginn veifiskati. Hann var einlægur trúmaður, þrautvandaður og vammi firrður um alla hluti. Jón Þorfinnsson, smiður á Sauðárkróki, lézt þ. 20. des. 1960. Hann var fæddur að Reynistað 28. okt. 1884, sonur Þorfinns bónda í Geita- gerði Þorfinnssonar, bónda á Hryggjum í Staðarfjöllum, Jónssonar, og konu hans Þóru Jónsdóttur bóuda í Reykjaseli á Mælifellsdal, Hallgrímssonar, og Bergþóru konu hans Þórðardóttur. Á 3. ári fluttist Jón með foreldrum sínum að Geitagerði, en þar bjuggu þau 1887—1898, brugðu þá búi og fluttu með börnum sínum fyrst að Gili í Borgarsveit og þá í húsmennsku, en síðan til Sauðár- króks. Litlu eftir fermingaraldur missti Jón föður sinn; varð hann þá stoð og stytta móður sinnar og yngra bróður, eu systir hans gift og farin að heiman. Jón var hneigður til smíða, en hafði ekki tök á fyrir fátæktar sakir og þeirrar skyldu, er hann taldi á sér hvíla gagnvart móður sinni og

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.