Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 72

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 72
72 GLÓÐAFEYKIR Sigurður Guðmundsson, verkam. á Sauðárkróki, andaðist 8. mai'z 1961. Hann var fæddur að Laugalandi á Þelamörk 30. maí 1873, sonur Guðmundar Sigurðssonar og konu hans Guðnýjar Jónsdóttur; var hann albróðir Jóns á Hofi í Vesturdal, sjá þátt hans liér að framan. Sigurður ólst upp á hrakhólum og mest norðan Öxnadalsheiðar. Réðst í vistir er hann hafði aldur og burði til — og þó fyrr að vísu. Bar hann vestur á bóginn, var vinnumaður á Frostastöðum í Blöndu- hlíð, Bollastöðum í Blöndudal o. v. A Bollastöðum kynntist hann Ingibjörgu Jónsdóttur frá Hóli á Skaga, systur Jóns í Lágmúla, sjá þátt af honum í Glóðaf. 1969, 10. h. bls. 72. Bundust þau ævitryggð- um og fylgdust að æ síðan, þótt eigi gengju þau í hjónaband. — Framan af voru þau ýmist í vinnumennsku bæði saman eða hús- mennsku í Lýtingsstaðahreppi og víðar, en fluttu svo til Sauðár- króks 1910. Þar stofnuðu þau heimili, fyrst úti á Eyri en síðan í Nýjabæ, sem margir eldri menn kannast við. Þar bjuggu þau áratugi og þar bjó Ingibjörg eftir hann, hin frábæra atorkukona, er sá fyrir heimilinu síðustu árin. hnigin mjög að aldri. Af 4 börnum þeirra Sigurðar og Ingibjargar komust 3 til aldurs: Margeir, útgerðarmaður í Njarðvíkum suður; Sigrún, lnisfr. á Siglu- firði og Guðný, er verið hefir sjúklingur alla ævi og jafnan dvalið í skjóli foreldra sinna. Signrður var heill og hraustur alla tíð unz hann var lostinn slagi fyrir nokkrum árum; eftir það var hann sjúklingur til efsta dags. Sigurður Guðmundsson var röskur meðalmaður á velli, gildvax- inn og vel á sig kominn; rjóður í andliti. fullur að vöngum, myndar- maður í sjón. Hann var þrekmaður, en fór að engu óðslega. Ríklund- aður var hann nokkuð, gleðimaður framan af ævi, hneigður til k\ eð- skapar og söngs og hafði yndi af góðum hestum. Fátækur var hann alla ævi, vann öðrum, meðan til entist, en átti jafnan nokkrar skepn- ur og lét sér annt um þær. Dóttur sinni sjúkri, sem var áskapaðnr ævilangur barndómur, sýndi hann frábært kærleiksþel og einstaka umhyggju. Þar kom hans innri maður fegurst fram. G. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.