Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 70

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 70
70 GLÓÐAFEYKIR bráðum voða, er báti þeirra hvolfdi út með Skaga. Fyrir þetta afiek hlaut hann hetjuverðlaun úr Carnegiesjóði. Þorsteinn Guðmundsson, vinnum. á Víðivöllum og Úlfsstöðunr í Blönduhlíð, lézt þ. 25. febr. 1961. Hann var fæddur á Breiðavaði í Langadal 1. júní 1876. Foreldrar: Guðmundur bóndi og smiður í Skagafirði víða og Húnaþingi Guðmunds- son, Sveinssonar, og kona hans Valgerður Ingjaldsdóttir síðast bónda á Balaskarði á Laxárdal vestur, Þorsteinssonar. Þorsteinn ólst upp á hrakhólum að kalla. A fermingaraldri bar hann að Geitaskarði í Langadal og var þar í vinnumennsku til fullorðinsára. Þar kynntist hann Agústu Þorkelsdóttur (sjá þátt hennar hér að fr.) og kvæntist henni 1898. Aldamótaárið flnttust þau að Víðivöllum og voru þar yfir 40 ár. Þau gerðust Blöndhlíðingar í blóma lífs, og stóðu þar djúpum rótum alla ævi. Þorsteinn Guðmundsson var röskur meðalmaður á hæð, frekar gvannur, liðlega vaxinn; toginleitur, svipgóður, enda geðprýðismað- ur. Eigi var hann þrekmaður sérstakur, en gæddur þvílíku lífsfjöri og lífshörku, áhuga og elju, að ógleymdri sívakandi vinnudyggð og hollustu við húsbændur, að afköst hans urðu ærin og með afbrigðum notadrjúg. Hann var þaulreyndur ferðamaður á fyrri tínra vísu, lestamaður ágætur og hlekktist aldrei á. Síðustu árin var Þorsteinn blindur og farlama, en naut til loka — og bæði þau hjón — góðs at- lætis og einlægrar umhyggju þeirra Úlfsstaðahjóna, en til þeirra fluttu þau, er þau hurfu frá Víðivöllum. Segja má með sannindum að þau hjón, Þorsteinn og Ágústa, lrafi verið einir hinir síðustu og dyggustu fulltrúar horfinnar stéttar, því vistráðin hjú eru nú varla lengur til. Hafa þeirri stétt enn eigi verið gerð þau skil né eftir hana mælt sem maklegt væri, slíka meginþýð- ingu sem hún hafði fyrir líf og afkomu þjóðarinnar meðan hún var og hét. Þorsteinn var sæmdur vinnuhjúaverðlaunum Búnaðarfél. Islands. Asgrimur Einarsson á Sauðárkróki, fyrrum bóndi og skipstjóri, lézt þ. 6. marz 1961. Fæddur var hann á Illugastöðum í Flókadal 1. maí 1877. Var faðir hans Einar bóndi á Illugastöðum og víðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.