Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 34

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 34
34 GLÓÐAFEYKIR Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjóri: „En tjón hygg ég það tungunni og skýlaus vottur andlegrar fátækt- ar að hafa fátt numið og eiga lítið að grípa til af snilliyrðum og spekimálum ára og alda. Þess vegna á að halda að börnum nokkrum utanaðlærdómi, en fara þar að með gát. Og snemma á og þarf að kenna börnum vers og bænir, og skyldu engir foreldrar gleyma því.“ Sr. Sveinn Víkingur: „Vornæturnar á Islandi eru víða unaðslega fagrar og heillandi. En hvergi er júnínóttin vafin slíkurn töfrum og ljóma, sem í nyiztu sveitum landsins. Dagurinn og nóttin fallast í faðma eins og ungir elskendur, sem þráð hafa þessa dýrlegu stund allan hinn langa vet- ur. Og byggðin og fjöllin vaka frarn eftir öllu í hljóðri eftirvænting þessarar stundar. En þá verða dagurinn og nóttin feimin og rjóð, enda þótt ást þeirra beggja sé saklaus og hrein, og þau breiða rósa- tjald ofið úr kveðju kvöldroðans og fögnuði morgunsins fyrir svið- ið um stund. En þetta gerir ekkert til og vekur engum vonbrigði. Byggðin sjálf er orðin syfjuð og þreytt og verður bara fegin að hvíl- ast í kyrrðinni ofurlitla stund. Og það sígur á hana sætur blundur. En þetta er bara andartak. Þá er sólin risin á fætur, geislarnir svipta tjaldinu frá, kalla á sofandi jörðina og boða henni nýjan dag. Þá vaknar allt í einu vetfangi, fagnar og syngur." Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður, ásamt Guðbrandi Frimannssyni slökkviliðsstjóra fyrir framan þrjár nýjar brunabifreiðir, er Skagafjarðarsýsla og Sauðárkrókskauþstaður hafa keyþt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.