Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 34

Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 34
34 GLÓÐAFEYKIR Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjóri: „En tjón hygg ég það tungunni og skýlaus vottur andlegrar fátækt- ar að hafa fátt numið og eiga lítið að grípa til af snilliyrðum og spekimálum ára og alda. Þess vegna á að halda að börnum nokkrum utanaðlærdómi, en fara þar að með gát. Og snemma á og þarf að kenna börnum vers og bænir, og skyldu engir foreldrar gleyma því.“ Sr. Sveinn Víkingur: „Vornæturnar á Islandi eru víða unaðslega fagrar og heillandi. En hvergi er júnínóttin vafin slíkurn töfrum og ljóma, sem í nyiztu sveitum landsins. Dagurinn og nóttin fallast í faðma eins og ungir elskendur, sem þráð hafa þessa dýrlegu stund allan hinn langa vet- ur. Og byggðin og fjöllin vaka frarn eftir öllu í hljóðri eftirvænting þessarar stundar. En þá verða dagurinn og nóttin feimin og rjóð, enda þótt ást þeirra beggja sé saklaus og hrein, og þau breiða rósa- tjald ofið úr kveðju kvöldroðans og fögnuði morgunsins fyrir svið- ið um stund. En þetta gerir ekkert til og vekur engum vonbrigði. Byggðin sjálf er orðin syfjuð og þreytt og verður bara fegin að hvíl- ast í kyrrðinni ofurlitla stund. Og það sígur á hana sætur blundur. En þetta er bara andartak. Þá er sólin risin á fætur, geislarnir svipta tjaldinu frá, kalla á sofandi jörðina og boða henni nýjan dag. Þá vaknar allt í einu vetfangi, fagnar og syngur." Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður, ásamt Guðbrandi Frimannssyni slökkviliðsstjóra fyrir framan þrjár nýjar brunabifreiðir, er Skagafjarðarsýsla og Sauðárkrókskauþstaður hafa keyþt.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.