Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 9

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 9
GLÓÐAFEYKIR 9 mikið viðhald, þótt bókfært verðmæti þeirra sé ekki meira en 41,2 millj. kr. Óhjákvæmilegt er, að viðhald verði einnig mikið þetta ár. M. a. þarf að mála mikið af húsum.“ „Varasjóður var í árslok kr. 6,4 millj. röskar, og er þá búið að leggja í hann 0,9 millj. kr. af tekjum ársins 1969 og einnig varasjóð K.A.S.H., kr. 715 þús. kr., tæpar. Stofnsjóður er í árslok kr. 13,7 millj., röskar, og er þá búið að bæta við stofnsjóði K.A.S.H., 835 þúsund krónum.“ „Reikningsuppgjör ársins sýnir rekstrarhagnað kr. 3,6 milljónir rúml. I varasjóð hafa verið færðar 900 þús. kr. Ef gert er ráð fyrir að verja kr. 2,4 millj. til endurgreiðslu á vöruverði til félagsmanna, verða eftir 303 þús. kr., rúmlega." „Framleiðendur fengu greitt fyrir landbúnaðarafurðir 134,5 millj. króna, og er það tæpum 25 millj. hærra en árið 1968. Fyrir mjólk var greitt grundvallarverð, en fyrir aðrar afurðir um 1,8 millj. yfir grundvallarverð. ‘ ‘ Að lokum mælti kaupfélagsstjóri á þessa leið: „Ég hef lokið þessari skýrslu. Eftir atvikum má afkoma félagsins teljast góð. Vil ég þakka öllu því starfsfólki, sem unnið hefur hjá kaupfélaginu og á sinn þátt í hagkvæmri rekstrarafkomu. Stjórn félagsins vil ég þakka hennar stóra hlut í starfseminni, bæði nú og fyrir liðin ár. Síðast en ekki sízt vil ég þakka hinum stóra hópi félagsmanna og annarra viðskiptavina f)TÍr tryggð og samstöðu um félagið — og ég veit, að svo muni og verða um ókomin ár. Við vitum, að hinn forni hugsjónaeldur samvinnuhreyfingarinnar hefur fölnað, og baráttan snúizt meira um brauðstrit og hagsmuni. Slíkt getur oft haft hættu í för með sér — eins og ætíð, þegar menn gleyma uppruna sínum. Seinni stríðskynslóðin hefur nokkra afsök- un. Hún hefur alizt upp á mestu breytinga- og efnishyggjutímum þessarar þjóðar. En fortíð og framtíð þurfa að haldast í hendur með gagnkvæmum skilningi. Ég held að við getum samt verið bjartsýn um framtíð samvinnu- hreyfingarinnar. Tilvera hennar bjargaði þjóðinni á sínum tíma undan oki erlendrar verzlunarkúgunar. Hún sannaði þegar í upp- hafi ágæti sitt og nauðsyn f>TÍr fátæka bændur. Starfsemi hreyfing- arinnar hefur víkkað. Tímarnir hafa breytzt og byggðaþróun rask- azt. En launafólk í bæjum og þéttbýli hefur í æ ríkari mæli notfært sér úrræði samvinnunnar og tekið virkan og vaxandi þátt í starfsemi hennar. Ég vona að sú samstaða haldist og aukist. Við eigum enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.