Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 24

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 24
24 GLÓÐAFEYKIR það að hafa valdið einhverju um það, hversu illa honum gekk að finna tónana. En daginn eftir kallaði Brynjólfur á okkur og sagði: — Komið þið nú inn, nú skal ég syngja og spila fyrir ykkur lagið frá í nótt. Og það gekk mikið betur, enda hafði hann nú orgelið til að styðj- ast við. Einu sinni fann hann að því, að ég léti þökurnar of langt út á túnið. Eg spurði hann þá hvernig hann héldi að það hefði farið, ef við hefðum tekið allt stykkið fyrir í einu, eins og hann vildi. Varð nokkurt orðaskak út af þessu og urðum við báðir vondir. Stund- arkorni seinna kallaði hann á mig heim og segir: — Komdu nú inn og taktu með mér staup og vindil. Það lá illa á mér í morgun og ég lét það bitna á þér. Ég hélt, að þú værir fær- astur um að bera það. Uppgjörið við Brynjólf gekk ágætlega. Bar okkur ekkert á milli. Sátum við þar svo í veizlu til kvölds. Og þá var karl í essinu sínu. Aldrei sá ég hann kátari en þegar hann hafði sem flestum að veita. Brynjólfur var stórbrotinn höfðingi. Um kvöldið fórum við niður í Bólstaðarhlíð og þar var setið við gleðskap hjá Sigfúsi lengi nætur. Minnti ég hann þá á spádóm hans um viðskipti okkar Brynjólfs. En það er reynsla mín, að ef spáð er illa fyrir mér, þá fer allt vel, annars öfugt. Þetta hefur verið alveg gegnumgangandi. Það hefur ekki brugðizt, segir Sigurður og slær á kné sér því til áherzlu. — Hvernig er það, við höfum lítið minnzt á Kristin á Skriðulandi. Það er þó maður, sem mér er skylt að minnast. F.kki get ég lnigsað mér betra heimili við fjallveg en Skriðnland var. Og eins var það með Atlastaði, hinum megin við Heljardalsheiðina. Þegar pabbi heitinn dó, en það var um veturnætur, bjóst Kristinn auðvitað við að ég færi að jarðarförinni, en vissi hins vegar, að ég var lasinn. Þegar ég svo kom upp á hálsinn gegnt Skriðulandi tók ég eftir, að hestur var þar á beit í túninu. Er til mín sást var hesturinn sóttur og lagt á hann. Þegar við Kristinn höfðum heilsazt, sagði hann: — Sigurður minn, ég var búinn að heyra að þú værir lasinn, svo að ég ætla að biðja hann Kolbein minn að fylgja þér hérna upp að Stóruvörðu, svo að þú sért ekki einn alla leiðina. Morguninn eftir jarðarförina var rok og rigning. Vildu þá allir, að ég færi hvergi. En ég var vel útbúinn, í regnheldum fötum en þó ekki í vaðstígvél- um. Ég hafði gist á Hofi og Gísli sagði, að ég skyldi vera rólegur. Hann færi varla í þá vonzku, að ég kæmist ekki vestur, en ef svo færi, að ég kæmi hestinum ekki, bauðst Þórarinn á Tjörn til að taka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.