Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 48

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 48
48 GLÓÐAFEYKIR ára skeið, unz þau fluttu alfarin til Eyjafjarðar. Þau eignuðust eina dóttur, Ingibjörgu, húsfr. á Akureyri. Flest var vel um Ólaf Kristjánsson. Hann var góður meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og afrendur að afli, verkmaður ágætur og fór þó aldrei óðslega að neinu; sá á augabragði, hversu hvert verk varð haganlegast unnið. Hann var listasmiður, fjölhæfur og smekkvís. Verk hans öll voru vönduð og traust. Svo var og maðurinn sjálfur. Hann var ágætlega greindur, viðkvæmur í lund, dulur og fáskipt- inn, þunglyndur nokkuð, þurr á manninn og kaldur jafnvel á stund- um, en hlýr og innilegur, er brotin var brynjan. Geðríkur var hann og þó hverjum manni stilltari, orðvar svo, að af bar, mikill alvöru- maður. Hann var gæddur dulargáfum og vissu þó fáir, svo leynt fór hann með. Greindur maður og gegn, sá er vel mátti vita, hafði þau orð, að Ólafur væri meðal mestu öðlingsmanna, er hann hefði kynnzt. Anna Egilsdóttir, húsfr. á Sauðárkróki, lézt þ. 9. janúar 1959. Hún var fædd 10. ágúst 1882, dóttir Egils, sjómanns á Syðra-Ósi á Höfða- strönd, Sigvaldasonar skálds á Sjávarborg o. v., Jónssonar, og konu hans, Ingibjargar Kristinsdóttur sjómanns og bónda á Tjörnum í Sléttuhlíð Jónssonar. j\nna ólst upp með foreldrum sínum á Tjörnum í Þrastarstaðagerði á Höfðaströnd o. v. Arið 1912 gekk htin að eiga Jón frænda sinn Jónsson frá Fjalli í Sléttuhlíð. Dvöld- ust þau hjónin fyrst úti í Fljótnm og síðan á Siglufirði, unz þau fluttust til Sauðár- króks 1922, áttu þar heima æ síðan og bjuggu í húsi, sent kallað var „á Hesti“. Jafnan voru þau hjón sárfátæk, enda ómegð mikil en atvinna stopul í þann tíð, er barna- hópurinn var að vaxa úr grasi. Mun og stundum hafa verið þröngt í búi og ærinn hörgull á ýmsu því, sem nú er talin sjálfsögð nauðsyn hverjum og einum. Börn þeirra hjóna eru níu: Áslaug, húsfr. á Dalvík, Hólmfríður, húsfr. á Sauðárkróki, Jóhannes Pétur, sjómaður í Reykjavík, Guð- tarður, málarameistari á Akureyri, Ingibjörg, húsfr. í Hafnarfirði, Sigvaldi, sjómaður í Reykjavík, Guðbjörg, húsfr. í Kópavogi, Marsi- bil, húsfr. á Lambeyri í Tálknafirði og Þóra, húsfr. á Hallgilsstöðum í Hörgárdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.