Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 48

Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 48
48 GLÓÐAFEYKIR ára skeið, unz þau fluttu alfarin til Eyjafjarðar. Þau eignuðust eina dóttur, Ingibjörgu, húsfr. á Akureyri. Flest var vel um Ólaf Kristjánsson. Hann var góður meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og afrendur að afli, verkmaður ágætur og fór þó aldrei óðslega að neinu; sá á augabragði, hversu hvert verk varð haganlegast unnið. Hann var listasmiður, fjölhæfur og smekkvís. Verk hans öll voru vönduð og traust. Svo var og maðurinn sjálfur. Hann var ágætlega greindur, viðkvæmur í lund, dulur og fáskipt- inn, þunglyndur nokkuð, þurr á manninn og kaldur jafnvel á stund- um, en hlýr og innilegur, er brotin var brynjan. Geðríkur var hann og þó hverjum manni stilltari, orðvar svo, að af bar, mikill alvöru- maður. Hann var gæddur dulargáfum og vissu þó fáir, svo leynt fór hann með. Greindur maður og gegn, sá er vel mátti vita, hafði þau orð, að Ólafur væri meðal mestu öðlingsmanna, er hann hefði kynnzt. Anna Egilsdóttir, húsfr. á Sauðárkróki, lézt þ. 9. janúar 1959. Hún var fædd 10. ágúst 1882, dóttir Egils, sjómanns á Syðra-Ósi á Höfða- strönd, Sigvaldasonar skálds á Sjávarborg o. v., Jónssonar, og konu hans, Ingibjargar Kristinsdóttur sjómanns og bónda á Tjörnum í Sléttuhlíð Jónssonar. j\nna ólst upp með foreldrum sínum á Tjörnum í Þrastarstaðagerði á Höfðaströnd o. v. Arið 1912 gekk htin að eiga Jón frænda sinn Jónsson frá Fjalli í Sléttuhlíð. Dvöld- ust þau hjónin fyrst úti í Fljótnm og síðan á Siglufirði, unz þau fluttust til Sauðár- króks 1922, áttu þar heima æ síðan og bjuggu í húsi, sent kallað var „á Hesti“. Jafnan voru þau hjón sárfátæk, enda ómegð mikil en atvinna stopul í þann tíð, er barna- hópurinn var að vaxa úr grasi. Mun og stundum hafa verið þröngt í búi og ærinn hörgull á ýmsu því, sem nú er talin sjálfsögð nauðsyn hverjum og einum. Börn þeirra hjóna eru níu: Áslaug, húsfr. á Dalvík, Hólmfríður, húsfr. á Sauðárkróki, Jóhannes Pétur, sjómaður í Reykjavík, Guð- tarður, málarameistari á Akureyri, Ingibjörg, húsfr. í Hafnarfirði, Sigvaldi, sjómaður í Reykjavík, Guðbjörg, húsfr. í Kópavogi, Marsi- bil, húsfr. á Lambeyri í Tálknafirði og Þóra, húsfr. á Hallgilsstöðum í Hörgárdal.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.