Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 61

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 61
GLÓÐAFEYKIR 61 Voru þau jafnan samvistum, mæðginin, meðan bæði lifðu, en Solóme lézt 1948. Gísli stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og brautskráðist þaðan 1919. Seinna miklu, vorið 1934, lauk hann prófi frá Kennaraskóla Islands. Hann hóf barna- kennslu í Akrahreppi 1927 og stundaði hana æ síðan, var skólastjóri mörg síðustu árin. Arið 1931 gekk Gísli að eiga Nikólínu Jóhannsdóttur bónda á Úlfsstöðum í Blönduhlíð, Sigurðssonar, og konu hans Ingibjargar Gunnlaugsdóttur frá Mið- grund. 1935 reistu þau bú í Sólheimagerði og bjuggu þar upp þaðan. Var jörðin lítil og kostarýr, er þau keyptu hana. En svo var hún setin af þeim hjónum og þann veg að henni búið um ræktun og húsagerð, að nú er Sólheimagerði hið bezta býli. Var búnað- ur þeirra hjóna allur með miklum snyrtibrag, úti jafnt sem inni. Börn þeirra Gísla og Nikólínu eru 5: Jóhann, bóndi í Sólheima- gerði; Sigrún, húsfr. í Kópavogi; Halldór, bifvélavirki í Reykjavík; Ingibjörg, húsf. í Reykjavík og Konráð, nemandi í MA. Arið 1934 réðst Gísli verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins og gegndi því starfi til æviloka. Nokkrum árum síðar gerðist hann og ráðu- nautur sýslunnar í vegamálum og yfirverkstjóri við sýsluvegi. Marg- vísleg önnur trúnaðarstörf voru honum og falin. Hann var í stjórn Verkstjórafélags íslands, einnig sat hann í stjórn Kennarafélags Skagafjarðar, sóknarnefndarmaður langa hríð og formaður lestrar- félags. Þrívegis var hann á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við al- þingiskosningar. Hann var sýslunefndarmaður Akrahrepps 1948 til lokadags og átti síðustu árin sæti í stjórn Fjórðungssambands Norð- urlands. Hann var áhugamaður um öll störf, þau er hann hafði með höndum, tillögugóður, ráðhollur og samvinnuþýður. Gísli Gottskálksson var í hærra lagi, frekar grannvaxinn, lítið eitt lotinn í herðum. Hann var dökkhærður, fölleitur og fagureygur. Hann var ágætlega greindur, fésýslumaður góður og efnaðist vel. Hann var vinsæll drengskaparmaður, gæddur óvenjulegu lífsfjöri og þó alvörumaður undir niðri, skoðanafastur, ókvalráður og ekki hneigður til undanlátssemi, en á hinn bóginn ljúfmenni hið mesta, gleðimaður einstakur og kátastur allra í kunningjahópi. Með honum var gott að vera. Gísli Gottskálksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.