Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 61

Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 61
GLÓÐAFEYKIR 61 Voru þau jafnan samvistum, mæðginin, meðan bæði lifðu, en Solóme lézt 1948. Gísli stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og brautskráðist þaðan 1919. Seinna miklu, vorið 1934, lauk hann prófi frá Kennaraskóla Islands. Hann hóf barna- kennslu í Akrahreppi 1927 og stundaði hana æ síðan, var skólastjóri mörg síðustu árin. Arið 1931 gekk Gísli að eiga Nikólínu Jóhannsdóttur bónda á Úlfsstöðum í Blönduhlíð, Sigurðssonar, og konu hans Ingibjargar Gunnlaugsdóttur frá Mið- grund. 1935 reistu þau bú í Sólheimagerði og bjuggu þar upp þaðan. Var jörðin lítil og kostarýr, er þau keyptu hana. En svo var hún setin af þeim hjónum og þann veg að henni búið um ræktun og húsagerð, að nú er Sólheimagerði hið bezta býli. Var búnað- ur þeirra hjóna allur með miklum snyrtibrag, úti jafnt sem inni. Börn þeirra Gísla og Nikólínu eru 5: Jóhann, bóndi í Sólheima- gerði; Sigrún, húsfr. í Kópavogi; Halldór, bifvélavirki í Reykjavík; Ingibjörg, húsf. í Reykjavík og Konráð, nemandi í MA. Arið 1934 réðst Gísli verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins og gegndi því starfi til æviloka. Nokkrum árum síðar gerðist hann og ráðu- nautur sýslunnar í vegamálum og yfirverkstjóri við sýsluvegi. Marg- vísleg önnur trúnaðarstörf voru honum og falin. Hann var í stjórn Verkstjórafélags íslands, einnig sat hann í stjórn Kennarafélags Skagafjarðar, sóknarnefndarmaður langa hríð og formaður lestrar- félags. Þrívegis var hann á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við al- þingiskosningar. Hann var sýslunefndarmaður Akrahrepps 1948 til lokadags og átti síðustu árin sæti í stjórn Fjórðungssambands Norð- urlands. Hann var áhugamaður um öll störf, þau er hann hafði með höndum, tillögugóður, ráðhollur og samvinnuþýður. Gísli Gottskálksson var í hærra lagi, frekar grannvaxinn, lítið eitt lotinn í herðum. Hann var dökkhærður, fölleitur og fagureygur. Hann var ágætlega greindur, fésýslumaður góður og efnaðist vel. Hann var vinsæll drengskaparmaður, gæddur óvenjulegu lífsfjöri og þó alvörumaður undir niðri, skoðanafastur, ókvalráður og ekki hneigður til undanlátssemi, en á hinn bóginn ljúfmenni hið mesta, gleðimaður einstakur og kátastur allra í kunningjahópi. Með honum var gott að vera. Gísli Gottskálksson.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.