Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 65

Glóðafeykir - 01.12.1970, Blaðsíða 65
GLÓÐAFEYKIR 65 Jóhanna Jóhannsdóttir í Tunguhlíð í Tvingusveit, ekkja Jóhann- esar Sigvaldasonar (sjá þátt hans í Glóðafeyki 1968, 8. h. bls. 39), lézt þ. 23. júlí 1960. Hún var fædd í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit 1. sept. 1881, dóttir Jóhanns bónda í Saurbæ á Neðribyggð Jóhannssonar og konu hans Þuríðar Símonardóttur (sjá enn þátt Jó- hannesar). Jóhanna óx upp með foreldrum sínum í Saurbæ, elzt 9 systkina. Árið 1902 giftist hún Jóhannesi Sigvaldasyni frá Glaumbæ í Langadal. Dvöldust þau á ýmsum stöðum, bæði austan Héraðsvatna og vestan, svo sem greinir í þætti Jóhannesar. Þar eru og talin börn þeirra hjóna, en þau eru 4. Er Sigmar bóndi á Steinsstöðum í Tungusveit bróðir Jóhönnu, missti konu sína, Solveigu Daní- elsdóttur, árið 1919, gerðist Jóhanna bústýra hans og var það alla stund unz Sigmar andaðist 3. febrúar 1933. Jóhanna Jóhannsdóttir var í meðallagi há, andlitsfríð, mikil mynd- arkona um alla hluti og vel verki farin. „Á það reyndi mjög er hún stóð fyrir búi bróður síns á Steinsstöðum. Heimilið var mannmargt og gestkvæmt mjög, því að þar þótti öllum gott að koma. Jóhanna var trygglynd og vinföst. Hún ólst upp í fátækt og aldrei var hún rík af veraldarauði, en auður hjartans var því meiri, hjálpsemi, góð- vild og fórnarlund. Og sá auður þraut ekki né löngunin til að miðla af honum svo lengi, sem lífið entist.“ (B. E.). Ágústa Þorkelsdóttir, vk. á Úlfsstöðum í Blönduhlíð, lézt þ. 2. sept. 1960, hálfníræð að aldri. Hún var fædd á Refsteinsstöðum í Víðidal vestur 7. ágúst 1875, dóttir Þorkels Þorleifssonar húsmanns þar og Magðalenu Gunnarsdóttur vinnukönu á sama bæ. Munu ættir hennar hafa staðið í Húnaþingi. Ágústa ólst upp á ýmsum stöðum í Húnavatnssýslu vestanverðri, réðst síðan vinnukona að Geitaskarði í Langadal og giftist 1898 Þor- steini Guðmundssyni, er þar var í vist. Um aldamótin fóru þau vist- um að Víðivöllum í Blönduhlíð og voru þar áratugi. Alla stund voru þau hjón annarra hjú, allt til hárrar elli. Unnu þau húsbænd- um sínum af svo einstakri elju, dyggð og trúmennsku, að á orði var haft. Þau eignuðust tvö börn: Ömui Soffíu og Svavar, og dóu bæði upp komin. Jóhanna Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.