Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 51

Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 51
GLÓÐAFEYKIR 51 álaður veiðimaður og vafalaust ein snjallasta refaskytta á landi hér; hlaut og heiðursverðlaun frá Búnaðarfél. íslands fyrir þá íþrótt. Gunnar var harðgreindur maður, frjálslyndur og víðsýnn í skoðun- um, orðhvatur nokkuð og hélt á máli sínu með skörungsskap og rökvísi, hver sem í móti var. Hann var listhneigður og ljóðelskur, enda skáld gott og óefað í fremstu röð þeirra manna skagfirzkra, er við ljóðagerð hafa fengizt. Hefur nokkuð af kvæðum hans og stökum birzt í blöðum og tímaritum, svo og lítið eitt í Skagfirzkum ljóðum. Hitt er þó miklu meira, sem eftir liggur óprentað, og mun þar mörg perlan. Með Gunnari Einarssyni féll á góðum aldri mikill hæfileikamaður og mætur drengur. „Hann hafði yndi af að vera í glöðum hópi vina og kunningja, og öðrum mönnum var hann aufúsugestur sökum glettni sinnar, skjótra tilsvara og annarra hnyttinyrða, er komu öll- um viðstöddum í gott skap; hann var hrókur alls fagnaðar á mann- fundum; en það er álit mitt, eftir langa viðkynningu, að aldrei hafi honum liðið betur eða verið sælli en þegar hann átti vöku um vor- nætur upp til heiða eða fjalla, þá hann lá á grenjum.“ (Alb. Sölva- son). — Gunnar var mikið náttúrubarn. Jón Björnsson, fyrrum sýslunefndarmaður og bóndi á Bakka í Viðvíkursveit, lézt þ. 20. maí 1959. Hann var fæddur að Stóragerði í Óslandshlíð 21. apríl 1873. Foreldrar: Björn bóndi í Stóragerði o. v., síðast í Enni í Viðvíkursveit, Illuga- son, bónda á Marbæli í Óslandshlíð o. v., Björnssonar bónda á Óslandi, Mála-Bjarn- arsonar, og kona hans Helga Jónsdóttir bónda í Stóragerði Vigfússonar og Hall- dóru Tómasdóttur á Kálfsá í Ólafsfirði, Jónssonar. Jón óx upp með foreldrum sínum, stund- aði nokkuð sjó og kom sér jafnframt upp vænum bústofni, sýndi snemma ráðdeild og fyrirhyggju. Reisti bú á Bakka 1906 og bjó þar nálega hálfa öld, allt til 1955, er hann seldi jörðina og fluttist með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Jón var hinn mesti dugnaðarforkur, bjó góðu búi á gamla vísu, eigi mikill framkvæmdamaður eða nýjunga, en búnaður allur traustur, efnahagur góður og allt í föstum skorðum. Mun þeim hjónum eigi hafa verið sársaukalaust að slíta allar rætur, Jón Björnsson.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.