Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 31

Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 31
GLÓÐAFEYKIR 31 Sveinn Pálsson Arið 1800 kom út í Leirárgörðum Ævisaga Bjarna Pálssonar land- læknis {'1719—1779), rituð a£ tengdasyni hans, Sveini Pálssyni, lækni og náttúrufræðingi (1762—1840). Fast að hálfri annarri öld síðar, árið 1944, kom ævisagan út á Akureyri í 2. útgáfu, er Árni Bjarnar- son stóð að, en Sigurður Guðmundsson skólameistari ritaði formála. Er sá „formáli" raunar ágrip af ævisögu Sveins Pálssonar á 52 blað- síðum — og markaður sömu snilld og annað flest, það er Sigurður skólameistari lét frá sér fara í rituðu máli. Sveinn Pálsson var Skagfirðingur, sem kunnugt er. Þykir ekki alls kostar óviðeigandi að birta hér stuttan kafla úr formálanum, upp- haf að ævisöoribroti Sveins. O G. M. „Sveinn Pálsson var Skagfirðingur að ætt og uppruna. Hann var fæddur á Steinsstöðum í Tungusveit 24. apríl 1762. Voru foreldrar hans Páll Sveinsson, bóndi þar, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir frá Héraðsdal. Eru þau hjón talin komin af góðum ættum, enda virðast þau hafa verið í meiri-háttar bænda röð og hin merkustu. Má meðal annars ráða það af því, að þau hafa bæði efni á því og framkvæmd til að setja Svein son sinn ungan til náms, komu honum á 10. ári til prests eins þar í nágrenni sínu, „búnum, sem það heitir, að læra sinn kristindóm", eins og Sveinn Pálsson kemst sjálfur að orði í Ævisögu- broti sínu. Föður sinn kallar hann þar „nafnkenndan fjölsmið á þeirri tíð“, sem á líklega að merkja, að hann hafi verið hagur, bæði á tré og málma, völundur, sem allt lék í höndunum á. Gísli Konráðs- son, sem hér verður að teljast skilríkur heimildarmaður, kallar hann „silfursmið“ og segir, að hann hafi verið skrifari góður. Guðrún móðir hans hefur verið mikil atgervis- og hæfileikakona, „skörpustu gáfum gædd, marg-fróð, einkum í heilagri skrift“, segir Sveinn Páls- son um hana í ævisögu-ágripi sínu. Er engin ástæða til að véfengja vitnisburð þessa merka sonar hennar, þótt náið sé þar nef augum. Hún var og yfirsetukona. Er hennar og víðar getið en í þessari

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.