Glóðafeykir - 01.12.1970, Síða 52
52
GLÓÐAFEYKIR
er tengdu þau við óðal og ættarbyggð og hverfa á brott þaðan á
oamalsaldri.
o
Arið 1916 kvæntist Jón Guðrúnu Guðmundsdóttur Jónssonar og
Ingibjargar Jónsdóttur; hafði hún verið bústýra hans frá öndverðu,
myndarkona og manni sínum mjög samhent. Börn þeirra voru 7:
Björn, dáinn; Helga, d.; Jóhanna Soffia, d.; Guðmundur, verkarn.
í Reykjavík; Jón Bakkmann, múrarameistari á Akureyri; Ingibjörg
Sigrún, verkak. í Reykjavík og Björn Helgi, sóknarprestur á Húsa-
vík. Guðrún, kona Jóns, lézt nokkrum mánuðum fvrr en maður
hennar.
Jón gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum á langri ævi. Sýslu-
nefndarmaður 1933—1954, sat í hreppsnefnd, sóknarnefnd, safnaðar-
fulltrúi um hríð og meðhjálpari lengi í Yiðvíkurkirkju. Hann var
trúaður rnaður og unni kirkju sinni og kristindómi heilum huga.
Jón á Bakka var mikill maður vexti, fríður sýnum og kempulegur.
Hann var garpur mesti til allra athafna, höfðingsmaður í framgöngu,
djarfur og ókvalráður, rammur að afli, íþróttamaður á yngri árum
og glíminn í bezta lagi; öruggur til áræðis, jafnt í orði sem athöfn;
hélt fast á fornum dyggðum, fannst „hinn nýi tími“ stefna um margt
til öfugrar áttar og jafnvel ófarnaðar. Hann var greindur vel og
gæddur miklu sjálfstrausti, sótti mannfundi flestum betur, flug-
mælskur og hopaði hvergi, þótt andstöðu mætti; drengilegur í mál-
flutningi, hafði jafnan gamanyrði á takteinum, hlaut gott hljóð á
málþingum og bar sig manna bezt í ræðustóli. Jón var mikill radd-
maður, söng og kvað, veizluglaður og gamansamur, en þó alvöru-
maður og hugsandi alla ævi. Hagorður var hann nokkuð og lagði
mikla stund á yrkingar, einkum á efri árum. Eigi var sú ljóðagerð
til langlífis fallin, enda orti Jón fyrst og fremst sjálfum sér og kunn-
ingjum sínum til gamans. Skorti og sjálfsrýni meir en sjálfstraust.
Jón á Bakka var svipmikill maður, vinsæll og vel metinn.
Sr. Helgi Konráðsson, prófastur á Sauðárkróki, andaðist þ. 30.
júní 1959, aðeins 57 ára gamall, fæddur að Syðra-Vatni á Efribyggð
24. nóv. 1902. Foreldrar: Konráð bóndi á Syðra-Vatni Magnússon,
bónda í Kolgröf á Efribyggð og Steiná í Svartárdal, Andréssonar
bónda á Álfgeirsvöllum, Ólafssonar, og kona hans Ingibjörg Hjálms-
dóttir alþingism. og bónda í Norðtungu í Mýrasýslu, Péturssonar
bónda þar, Jónssonar, og konu hans Helgu Árnadóttur bónda í Kal-
manstungu. Var Konráð á Vatni, faðir sr. Helga, albróðir sr. Jóns
á Mælifelli og Ríp.