Skírnir - 01.01.1951, Qupperneq 216
208
Ritfregnir
Skírnir
í þeim sögum reynist annað en alþýða hefur trúað. Þeir, sem kæra sig
ekki um gamlan skáldskap, segja sögurnar orðnar mölétnar eftir þessa
meðferð, og fyrir nokkru sagði Jökuldælingur í blaðagrein, að mikill
mölur væri dr. Jón. Þó eru þeir fleiri meðal lærðra og leikra, ef skyn-
bærir eru, sem þakklátir verða Jóni fyrir að styðja sannleikann einan í
þessari deilu og þykir merkum skilningsáfanga náð, t. d. um sögur af
Hrafnkeli og Droplaugarsonum.
Sá, sem þetta ritar, telur dr. Jón varfærinn ögn um of, þegar dæmt er,
hvort hinar hæpnari frásagnir séu viljandi skáldskapur eða ekki. Og sé
sögn lagfærð á skáldlegan hátt, þykir mér sannlegra, að þvi hafi orkað
vilji vitundar eða undirvitundar hjá fornum sögumanni heldur en hitt, að
tilviljun réði. Þess vegna þætti mér, gagnstætt óskum Jökuldælingsins,
timabært að rita fleira um skáldskaparviljann í Islendinga sögum en enn
hefur verið gert, og í tveim dæmum, sem ég vel nú til ádeilu á varfæmi
dr. Jóns, bið ég lesendur að hafa þetta sjónarmið í huga.
Fyrra dæmið varðar Njálu, sem enginn neitar um skáldskap, og vegna
rita Einars Öl. Sveinssonar hefur alþýða sætt sig við það. Réttilega full-
yrðir Jón í Austfirðinga sögum (bls. CIII), að frásögn Þorsteins sögu af
Brjánsbardaga fylgir betur Brjáns sögu (notaðri þar, síðar týndri) en
Njála gerir og upphafleg séu orð Þorsteins við Sigurð jarl: „Ber sjálfr
krák þinn, jarl.“ Jón telur upp atriði, sem Njáluhöfundur sýnist breyta
viljandi, sleppt er sögn af fyrirburði, af því að Njála þurfti engan svo
torskilinn hlut á þeim stað, búin er til af geðþótta myndin af Þorsteini
einsömlum á flóttanum og látinn bíða við það að binda skóþveng sinn og
Hrafn rauði látinn segja, en ekki Þorsteinn: „Ber þú sjálfr fjánda þinn.“
Jón segir, að þar hafi Njáluhöfundur sett fjánda fyrir krák af því, að
hann hafi líklega eigi skilið orðið krákur, — þessu ráði sem sé tóm til-
viljun. — Hér er vafinn sizt um það, hvort skáldskapur sé, aðeins vafi,
hvort stefnumarkið sé réttara í skáldskaparskýringunni, að vera varfærinn
og reikna aðeins með tilviljun eða vera ögn djarfari og ætla sögumanni
af gerð Njáluhöfundar ávallt tilgang, þegar hann breytir efni.
Ég segi. Höfundur Njálu hefur vitað, að krákur var hrafn, og vitað víst
bæði af Brjáns sögu og þeirri sögn, sem í Orkneyinga sögu er geymd, að
hrafn sá var magnaður djöfulskynngi, enda tekur fram, að hver féll, sem
bar hann í orustu. I þessu samhengi skal líta á næsta Njálukapítula á
undan, þar sem hrafnar eru sendlar djöfuls („En þar sem hrafnar sóttu
at yðr, þat eru óvinir þeir, er ér trúið á ok yðr munu draga til helvítis
kvala.“). Mundu hrafnar eigi síður vera það í munni Hrafns hins fjand-
hrædda þann dag, sem hann „þóttist þar sjá helvítis kvalar í niðri ok þótti
honum djöflar vilja draga sik til.“ Njála). 1 því ástandi gat skáld eigi látið
Hrafn segja um hrafn: Ber sjálfur hrafn þinn, — heldur sveigði orðaval
nær óttanum: Ber þú sjálfur fjanda þinn!
Það mun vangá Njáluhöfundar að taka hvergi beint fram, hvaða tákn
á gunnfána Sigurðar jarls hann kallar fjanda, en í hlutarins eðli lá, að