Skírnir - 01.01.1951, Síða 237
Skirnir
Ritfregnir
229
svipað og sæ. máll. kulna, kolna. Þá ætla ég, að orð eins og báðum megin
sé helzt til ótraust dæmi um hljóðfirringu (m>n) og eins eldstó um
færslu á milli atkvæða. Sagnir eins og síga og þiggja hafa eflaust haft
upphaflegt óraddað önghljóð [h] í þt. et., en ekki raddað [g] (sbr. fhþ.
síhan, fsl. sícati, lit. tenku-tekti). Missagt er það hjá höfundi (gr. 71,4),
að orðið selur hefði átt að heita sjalar í ef.. Selur er a-stofn og ef. et. sels.
Ef til vill er hér fremur um prentvillu að ræða og höfundur á við, að
selur ætti að vera sjalar í flt., og mætti það fremur til sanns vegar færa.
Selur var annars upphaflega langstofn líkt og melur (>*sclhan) og hefði
því að réttu lagi átt að klofna þegar á fyrsta skeiði klofningartimabilsins.
Ég hef áður á það drepið, að mér þykir höfundur gera íslenzkri mál-
sögu of lítil skil, og tekur það jafnt til hljóðfræði og beygingarfræði.
Hann hefði vel mátt rekja fleiri hljóðbreytingar frá fommáli til nýmáls
og ræða gjör um þær, sem að er vikið. Ég skal aðeins nefna það, að höf-
undur minnist hvergi á breytingamar ko/u>kvo/u, gu>gvu, jö>je, og
hafa þær þó skilið eftir ýmsar minjar í nútimamáli (t. d. kvoltna,
kvoðna, kvola, guð, stjel, fjegur o. s. frv.). Ekki er þess heldur getið, að
gn verði n í framstöðu (t. d. gnötra—nötra). Höfundur nefnir það, að e
hafi orðið ö á eftir v og tekur sem dæmi orð eins og kvöld og kvöm o. s.
frv. En breytingin var miklu viðtækari, vi varð lika stundum vu, vö, sbr.
hvumleiður, hvumpinn, svirgull: svörgull, svinta : svunta, hvitti : hvutti
o. s. frv. Vel hefði mátt geta þess í sambandi við breytingu æ’s í tvíhljóð,
að Árni Magnússon segir fré því, að gamli einhljóðsframburðurinn hafi
enn lifað sums staðar ó Austfjörðum fram á hans daga. Liku máli gegnir
um breytinguna vó>vo, gamli framburðurinn hélzt lengi ó Vestfjörðum,
og í „Idiotismi Vestfjordensium“ lætur Steingrimur biskup þess getið, að
Vestfirðingar segi t.d. tvó og þvó. Eins hefði vel mátt nefna mállýzku-
leifar af eldra framburði á y. En höfundur vikur lítt að mállýzku-blæ-
brigðum og getur t. d. hvergi um gd-rd-fd-framburðinn vestfirzka. Vafa-
samt er, að g hafi ekki orðið j milli sérhljóðs og i fyrr en á 15. öld, enda
telur próf. Jón Helgason, að merki sjáist um þessa breytingu á eftir löngu
sérhljóði þegar á 13. öld. Þá held ég, að visan, sem eignuð er séra Hall-
grimi Péturssyni, sé nokkuð hæpinn mælikvarði til að timasetja breyting-
una hv>kv.
Kaflinn um beygingarfræðina er yfirleitt skýr og glöggur yfirlits, en
heldur magur og stuttaralegur. Miklu skemmra er þar víðast seilzt aftur
í timann en i sögulegu hljóðfræðinni. Helztu beygingarmyndir fornmáls
og nútímamáls eru raktar, en annars verður naumast sagt, að málsöguleg
sjónarmið láti mikið til sín taka, með því að flestu er sleppt, sem ó milli
liggur og lítt getið tun leifar eldri beyginga eða hvenær nýjungamar séu
tilkomnar. Sem dæmi má nefna það, að höf. getur hvergi um miðm. end-
inguna -unst, -ustum, og um gamla og algenga beygingu ia-stofna lætur
hann sér nægja að geta þess, að sumir mæli svo nú, en ekki sé það talið
rétt. Þá þykir mér sem nokkuð skorti á heildarsýn um framvinduna í