Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 42
40
SVAVAR SIGMUNDSSON
SKÍRNIR
fyrstur notað það þannig. Ekkert dæmi hefur Orðabók Háskól-
ans um samheitaorðabók eldra en 1969, úr grein Jakobs Bene-
diktssonar um orðabókastörf á 19. öld,5 en þar er hann að tala
um Clavis poética eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson.6
Samhliða orðinu samnejni var notað viðurheiti um synonym.
Jóhannes L. L. Jóhannsson notaði það í Tímariti Bókmennta-
félagsins 1895,7 og Freysteinn Gunnarsson notar það í formála
orðabókar sinnar frá 1926 og sem þýðingu á dö. synonym „viður-
heiti, orð sömu merkingar". Og enn notar Jóhannes L. L. Jó-
hannsson orðið meðheiti í ritdómi sínum um Orðabók Blönd-
als.8 Þarna eru þá komin 4 samheiti um synonym: samnejni,
viðurheiti, meðheiti og samheiti, og virðist það síðasta ætla að
lifa hin.
III
Á árunum upp úr 1940 var fyrst unnið að undirbúningi sam-
heitaorðabókar, og átti Björn Sigfússon, síðar háskólabókavörð-
ur, frumkvæði að því. Atvikin höguðu því þó þannig, að hann
hvarf frá því verki vegna annarra starfa árið 1943, en Árni Krist-
jánsson cand. mag. hélt undirbúningi áfram. Síðan tók Bjarni
Vilhjálmsson við, en af ýmsum ástæðum féll verkið niður upp
úr 1950.
Björn Sigfússon segir mér, að hugmynd sín hafi verið, að
nauðsyn bæri til að semja slíka bók vegna íslenskukennslu í skól-
um. Tilhneiging skólakennara á þeim árum hafi verið sú að
kenna nemendum sem mest af málsháttum, orðskviðum og spak-
mælum í stað þess að kenna lifandi orðaforða. Björn sá fyrir sér
að íslenskan yrði hreint orðskviða- og spakmælamál, og það var
eitt af því sem hann vildi sporna við. Þá er þess líka að gæta,
að á þessum tíma var engin íslensk-íslensk orðabók til.
I erindi sem Jón Helgason prófessor flutti í Kaupmannahöfn
1945, og kallaði Verkefni íslenskra fræða, ræðir hann m. a. orða-
bókargerð. Hann talar þar um nauðsyn á íslenskri orðabók til
notkunar við íslenskar námsstofnanir. Hann segir:
Markmið hennar ætti að vera að hjálpa til við lestur íslenzks máls frá öllum
öldum, ekki sízt fornmálsins, og í annan stað að vera athvarf og nægtabúr
þeim sem vildu vanda mál sitt og heyja sér orðaforða. Þar yrðu líka að vera