Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 98
96
ÞRÁINN EGGERTSSON
SKÍRNIR
lenda eftirspurn og hrinda af stað verðbólgu, svo lengi sem
verðhækkanirnar eru álitnar vera stundarfyrirbæri og koma flatt
upp á fólk. En að því dregur að almennt er reiknað með verð-
bólgunni, og þá eykst atvinnuleysið aftur. Þessi kenning um
áhrif verðbólguvæntingar á hagkerfið verður ekki rökstudd nán-
ar, en hún hefur verið notuð til að útskýra hvers vegna aðgerðir
sem virtust duga til að draga úr hagsveiflum og vinna bug á at-
vinnuleysi tóku að gefast mun verr en áður undir lok sjöunda
áratugarins.
Framboðspústrar skella á atvinnulífinu og koma því úr jafn-
vægi, en þeir geta verið margs konar og má nefna, til dæmis,
uppskerubrest, aflaleysi og sveiflur í framboði og verði á inn-
fluttum aðföngum framleiðslunnar. Af slíkum pústrum getur
leitt hvort tveggja í senn, verðbólgu (framboðsverðbólgu) og at-
vinnuleysi. Orkukreppan á áttunda áratugnum er dæmi um
framboðspústur af stærstu gerð, og hliðstæður er ekki að finna
í sögu iðnríkja allt frá stríðslokum. Aukin verðbólguvænting
vegna misheppnaðra hagstjórnaraðgerða og miklir framboðs-
pústrar duga vel til að skýra stóran hluta af þeirri verðbólgu, at-
vinnuleysi og stöðnun hagvaxtar sem varð á þessu tímabili.
Reyndar mundu framboðspústrar ekki setja markaðskerfi úr
skorðum ef laun og verð væru algerlega sveigjanleg og gætu
bæði hækkað og lækkað eftir því sem framboð og eftirspurn
segðu til um. Það gerist enn í ýmsum þróunarlöndum, svo sem
í Afríku, og á 19du öld í Evrópu lækkaði verðlag og hækkaði
jöfnum liöndum. Stórfyrirtækjum er oft kennt um þennan stirð-
leika í verðmyndunarkerfinu, en mestri skuld er yfirleitt skellt
á launþegasamtökin. Ýmislegt bendir þó til joess að vandinn
mundi ekki hverfa, þótt stórfyrirtæki væru leyst upp og starfsemi
verkalýðsfélaga bönnuð. Ástæðan er sú að ósveigjanleiki launa
og verðs kann að vera rökrétt afleiðing af víðtækri fjárfestingu
einstaklinga og fyrirtækja í starfsþjálfun og flóknum framleiðslu-
aðferðum, og vandinn væri því enn til staðar jafnvel á fullkomn-
um mörkuðum. Kenningar um þetta efni liafa nýlega verið settar
fram, en þær eru enn á frumstigi.
Hinu er ekki að neita að söfnun einokunarvalds í hendur
verkalýðsfélaga og fyrirtækja getur orðið til þess að magna áhrif-