Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 124
122 JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON SKIRNIR
notkun etnografi/etnologi.10 Notkunar þeirra gætir þó ekki út
fyrir þýskumælandi svæði og skiptir hún því minna máli hér. í
ensku máli er orðið folklore mikið notað og það hefur einnig
borist í önnur mál. Er því rétt að gera sérstaka grein fyrir því.
Enskur fræðimaður, William John Thoms, myndaði þetta orð
árið 1846 og lagði til að það yrði notað yfir popular antiquities
eða menningarleifar. Náði það skjótt mikilli útbreiðslu og var
tekið upp í mörgum málum, m. a. nokkrum Norðurlandamál-
um, með venjulegum breytingum (folkloristik). Folklore hefur
fremur verið notað um andlegan vettvang menningarinnar en
hinn verklega, en þó Iialda margir talsmenn þessa hugtaks því
fram að það spanni einnig verklega þætti þjóðmenningar og taki
t. d. bæði til lista og iðna liðins tíma.11 í enska og ameríska
heiminum er folklore fremur notað um andlega þætti menning-
ar og þar þykir stundum nauðsynlegt að bæta við öðrum hug-
tökum þegar fjalla skal um þjóðmenninguna alla. Þetta gerir
t. a. m. Richard M. Dorson, sem bætir við hugtakinu folklife, en
hann nefnir einnig, að folklore og notkun þess hafi valdið rugl-
ingi og deilum.12 Á meginlandi Evrópu er hugtakið folklore
stundum notað um þjóðmenninguna í heild.13
Á Norðurlöndum og víðar í Vestur-Evrópu er hugtakið etno-
logi það hugtak sem oftast er notað um þjóðfræði. Þó hefur
hefðin verið sú, að þetta hugtak er fremur notað um efnislega
og verklega menningu en andlega og félagslega. Því hafa á Norð-
urlöndum einnig verið notuð önnur hugtök, svo sem folkemind-
er, folkliv, folkloristik o.fl., er látin eru taka til hinna félagslegu
og andlegu þátta þjóðmenningar.14 Nokkuð er það einnig mis-
munandi eftir löndum, hvernig staðið er að þjóðfræðirannsókn-
um og kennslu. Á sumum Norðurlandanna er andlega þjóð-
menningin aðskilin frá hinni verklegu, en annars staðar er lögð
áhersla á að kynna og kenna þjóðmenninguna sem eina heild.15
Helgast þetta nokkuð af því hvernig sögulegur aðdragandi í þess-
um efnum hefur verið í hverju landi.16
Hér á landi er þjóðfræði enn í mótun og á æskuskeiði ef svo
má að orði komast. Þær sögulegu liindranir, sem sums staðar á
hinum Norðurlöndunum og víðar hafa staðið í vegi fyrir eðli-
legri hugtakamyndun og málnotkun við uppbyggingu þessarar