Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 161
ÞÓR WHITEHEAD
Trú í verki
Bréf til Skírnis
í skírni 1981 birti Sigurður Líndal ýtarlega ritsmíð um bók mína ÓfriÖur i
aðsigi. Þótt Sigurður finni fremur að aukaatriðum verksins en aðalatriðum,
tel ég sjálfsagt að láta svar koma á móti, ekki síst fyrir þá sök, að enginn
maður hefur ritað jafnlangt mál um bókina. Mun ég nú taka fyrir gagnrýni
Sigurðar lið fyrir lið og vísa jafnframt til blaðsíðutals í grein hans.
1. Dómur Hæstaréttar yfir Þórbergi Þórðarsyni (175—77)
Hér vitnar Sigurður Líndal í þessi orð mín í Ófriði i aðsigi:
Lýsing Þórbergs á ógnaræði nasista var í höfuðatriðum rétt, en áður en
glæpir Hitlers voru „sannaðir" fyrir rétti, létu milljónir manna lífið
og sættu pyndingum í fangabúðum hans.l
Sigurður segir: „Þessi ummæli verða ekki skilin öðruvísi en sem snörp ádeila
á dóminn og eru viðhöfð í fræðilegu sagnariti." Skemmst er frá því að segja,
að Sigurður misskilur algjörlega ummæli mín. Þau voru hugsuð sem ábend-
ing um það, hve erfitt hefði reynst að sanna fyllilega þá skelfilegu glæpi,
sem alræðisherrarnir hafa framið á þessari öld. Nýleg bók um þetta efni eftir
sagnfræðinginn Walter Laquer varð til þess, að ég lét ofangreind orð falla
í riti mínu.2 Eins og Laquer sýnir fram á, skiptir það litlu, þótt ýmislegt
vitnist um, að yfir standi skipuleg útrýming einstaklinga, stétta eða heilla
þjóða. Þeir, sem glæpina drýgja, reyna að sjálfsögðu að eyða öllum sönn-
unargögnum og tekst það iðulega. Oftast nær verða menn þvt að styðjast
við munnlegan vitnisburð einstakra fórnarlamba, en það hefur lítil áhrif á
þorra fólks og telst ekki fullgild sönnun fyrir rétti á Vesturlöndum.3
Enginn lesandi bókar minnar að Sigurði frátöldum hefur kannast við það
í mín eyru að hafa skilið orðin um dóminn sem sneið til Hæstaréttar. Rétt-
arríkið, sem Sigurður óttast, að ég hafi grafið undan með „snarpri ádeilu"
á Hæstarétt, ætti því að standa allt að því óhaggað eftir.
í málsvörn sinni fyrir Hæstarétt tekur Sigurður það einnig óstinnt upp,
að ég skuli nefna í neðanmálsgrein, að sekt Þórbergs hafi jafngilt 147 vinnu-
stundum hafnarverkanranns. Þetta verður honum tilefni til hugleiðinga um
viðurlög í meiðyrðamálum, og þykir honum hlýða, að ég svari ýmsum spurn-
ingum um þau efni eins og um sjálfan dóminn. Allt missir þetta marks.
Neðanmálsgreininni, sem hann telur svo viðsjárverða, var einungis ætlað að
skýra það fyrir lesandanum, hvaða gildi ein íslensk króna hafði árið 1934.