Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 201
SKÍRNIR
RITDÓMAR
199
reyndust sérlega röskir, urðu fyrstir til að ljúka sínum rannsóknum og hafa
verið iðnir við að birta niðurstöður á prenti. Danir hafa farið sér hægar
en ekki verið síður iðnir. Hjá þeim hafa fæðst 375 „project papers . . .
which were discussed at a long series of group meetings" (24). Aðrir hafa
ekki látið sitt eftir liggja, sótt fundi, flutt erindi og samið ritgerðir. Öll
fræðileg vinnubrögð hafa verið vönduð og aðferðafræðileg umræða hefur
verið mjög lífleg.
Búast má við að bókin sem hér skal fjalla um færi aðstandendum sínum
lof meðal starfsbræðra á Norðurlöndum sem utan þeirra. Stjórnmálamenn
ættu því að örvast til að styrkja frekara samstarf af þessu tagi. Bókin ætti
að vera greið aflestrar öllum áhugasömum lesendum sem læsir eru á ensku.
Þó er Ijóst að hún er fyrst og fremst ætluð fræðimönnum í allri umfjöllun
og framsetningu. Einhverjir kunna að finna henni þetta til foráttu en á
móti kernur að háttvirtir kjósendur eru þegar famir að njóta góðs af niður-
stöðum eyðibýlarannsóknanna í yfirlitsritum, ætluðum almennum lesendum,
t. d. í Noregi, og meira mun verða af slíku. Rannsóknimar munu tryggja að
jafnan verði um að ræða samanburð milli Norðurlanda í umfjöllun um eyði-
býlamál í einstökum löndum. Þetta er ekki ólíklegt til að efla skilning Norð-
urlandabúa á því að þeir búa að ýmsu leyti við mjög svipaðar aðstæður og
gætu þess vegna oft þurft að glíma við svipaðan vanda.
Vitneskja manna um búnaðarkreppuna á síðmiðöldum var mjög í molum
en með rannsókninni miklu var stefnt að því að draga upp heildarmynd
fyrir hvert land af umfangi kreppunnar og lýsa samfelldri þróun á bilinu
1300—1600. Lögð var áhersla á að velja mismunandi svæði til rannsóknar,
frábrugðin um t.d. loftslag, eignarhald, undirstöðuatvinnu (kornrækt/fisk-
veiðar) til að fá fram sem skýrasta heildarmynd. Gefinn er sérstakur gaum-
ur að einkennum eyðibýla, legu, jarðarstærð o. s. frv., athuguð áhrif þéttbýlis
og verslunar á eyðingu byggðar og samband landskuldarverðs og byggðar-
eyðingar, svo að eitthvað sé nefnt.
Deiklarstjórar rannsóknarinnar fjalla hver um sinn þátt hennar í bókinni,
einn um landskuld og rentu, annar um félagslegu hliðina o. s. frv. og tekur
hver þáttur til allra Norðurlandanna. Kaflarnir eru þó birtir í nafni allra
höfundanna. Þannig er lögð áhersla á samþættingu og samvinnu höfund-
anna.
Eins og vænta mátti skila hinar umfangsmiklu rannsóknir nýjum niður-
stöðum. Menn þykjast t.d. geta fullyrt með sæmilegri vissu að 36.500 býli
hafi verið í byggð í Noregi um 1300 en um 1520 hafi þau verið alls um
16.000 og eyðing því numið 56% (94). Birt er skrá yfir umfang eyðingar á
einstökum rannsóknarsvæðum og er henni skipt í flokka eftir umfangi, 1)
„mjög umfangsmikil" (40% og yfir); 2) „umfangsmikil" (25—40%); 3. „um-
talsverð" (15—20%); 4) „ekki umtalsverð" (að 15%). Eyðingin reyndist hafa
verið mest víðast í Noregi og á sumum stöðum í Danmörku en íslensku
svæðin hafna í 3. og 4. flokki (102).
Ein meginniðurstaðan er sú að eyðing byggðar hafi verið mest um 1450