Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 207

Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 207
SKÍRNIR RITDÓMAR 205 Það er sem sagt megináherslan í umfjöllun Tomassons að ísland sé í hópi slíkra þjóðfélaga, raunar fyrsta „nýja þjóðfélagið" á seinni öldum mann- kynssögunnar. Hann leggur því ríka áherslu á að draga fram sérkenni ís- lenska þjóðveldisins og reynir síðan að leiða rök að því hvernig þau hafi varðveist í 11 aldir og sífellt mótað þá einstaklinga sem búið hafa í land- inu, allt fram á okkar daga. Tomasson setur þannig fram mjög athyglisverða kenningu sem hann reynir að staðfesta með greiningu sinni. Þau gögn sem hann byggir á eru 1) bókmenntir sögualdarinnar, 2) ferðasögur útlendinga frá seinni öldum, 3) opinber talnagögn og 4) efni úr viðtölum sem hann átti við 100 Islendinga meðan á dvöl hans hér stóð (alls rúmlega 12 mánuði á tímabilinu 1964 til 1973). Þó tilraun Tomassons sé athyglis- og þakkarverð tekst honum ekki að styðja kenningu sína nægilega vel né að gera nútíma þjóðfélagi á Islandi viðunandi skil. Horium tekst ekki að sýna á fullnægjandi hátt fram á orsaka- samband á milli þjóðveldisþjóðfélagsins og nútíma verðbólgu- og videó- þjóðfélags á íslandi. Með þessu er ekki átt við það að nútíma ísland geti ekki að hluta borið ofangreind merki landnemaþjóðfélagsins. Athugasemd mín er sú að Tomasson alhæfi mjög ótæpilega út frá menningararfleifð okk- ar, en hún er aðeins einn en ekki eini þátturinn sem mótað hefur íslenska þjóðfélagið eins og við þekkjum það á okkar dögum. í greiningu Tomas- sons er aðalskýringin þannig byggð á menningunni (viðhorfum, gildum, trú og samskiptaháttum) sem talin er hafa varðveist með þjóðinni frá land- námsöld og mótað flest annað allar götur síðan. í þjóðfélagsfræðum þykja slíkar skýringar yfirleitt heldur takmarkaðar. Til að altæk kenning um langtíma þjóðfélagsþróun rísi undir nafni verður hún einnig að gera grein fyrir minnst tveimur öðrum flokkum mótunar- afla, þ. e. félagsgerð (atvinnuháttum og verkaskiptingu, stéttum, samtök- um, búsetu o. fl.) og pólitik og hagsmunaátökum (liugmyndafræði, stjórn- kerfi, valdajafnvægi og átökum). Tomasson fjallar ekki á skipulegan hátt um þátt þessara tveggja flokka mótunarafla, heldur byggir hann greiningu sína nánast alfarið á menningaráhrifum. Sem dæmi unt takmarkanir á greiningu Tomassons má nefna umfjöllun hans um þróun nútíma stjórnkerfis (bls. 39—40). Þar nefnir hann sjö „við- horf og formgerðareinkenni" sem hafa að hans mati mótað pólitíska menn- ingu samtímans. Flest eru þetta reyndar viðhorfseinkenni (t.d. jafnaðarhug- sjón, frelsis- og einstaklingshyggja, umburðarlyndi, samstaða og náungakær- leikur), sem Tomasson gefur sér að hafi mótað stjórnmálin í dag. Hann sýnir hvorki að þau hafi verið til staðar né hvernig þau hafi haft áhrif, auk þess sem hann horfir fram hjá augljóslega þýðingarmiklum áhrifum félagsgerðar og valddreifingar, þ. e. áhrifum atvinnuhátta, stéttaskiptingar, búsetu og átökum hagsmunaafla. A eftir þessari upptalningu hans kemur lýsing á íslenskum stjórnmálaflokkum sem á engan hátt tengist þessum ofan- greindu sjö mótunarþáttum hans. Þetta dæmi lýsir, að mínu mati, ýmsum helstu göllum bókarinnar. Kenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.