Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 83
SKIRNIR
SKIN OG SKUGGAR
81
verkefni eða bækur kalla meira að, þegar þjóðin var á ný tekin
að krefjast meira stjórnfrelsis.
Væntanlega hefur Tryggva einhvern veginn tekizt að heimta
skuld sína frá skáldinu, enda gerðist honum nauðugur einn kost-
ur að ganga eftir sínu, þegar gengisleysi síldarfélaga hans var sem
mest á níunda áratugnum. Víst er að Gröndal var ekki í tölu
þeirra, sem liann fól þeim Eiríki Briem, prestaskólakennara og
frænda sínum, og góðvini sínum Halldóri Kr. Friðrikssyni yfir-
kennara að rukka með öllum tiltækum ráðum árin sem hann átti
mest í vök að verjast, 1886 og 1887.
1 Skapti Jósepsson (1839—1905) fyrrum laganemi í Kaupmannahöfn um
árabil og ugglaust kunningi Gröndals í þá daga, var eigandi og ritstjóri
Norðlings á Akureyri 1875—82. Hann var kvæntur Sigríði Þorsteinsdótt-
ur frá Hálsi f Fnjóskadal, systur Halldóru.
2 Eiríkur Magnússon (1833—1913) bókavörður í Cambridge var oft tals-
verður óróavaldur á íslandi um sína daga. Hann taldi sig eiga fjallkonu-
hugmyndina og brást því hinn versti við, er Gröndal teiknaði kvenkost
þann í leyfisleysi í þjóðhátíðarplakat sitt. Gerði hann af þessu talsvert
veður, og segir af því í Dægradvöl og einnig ævisögu Eiríks eftir dr.
Stefán Einarsson. Það var annars 1866 sem Eiríkur hafði fengið þýzkan
málara, J. B. Zwecker að nafni, til þess að teikna fyrir sig myndina, og
birtist hún með þýðingu Eiríks á þjóðsögum Jóns Árnasonar á ensku.
3 Kristján Jónsson (1852—1926) frá Gautlöndum, síðar háyfirdómari, ráð-
herra og loks hæstaréttardómari; Eiríkur Jónsson (1822—99) vara-garð-
prófastur; Indriði Einarsson (1851—1939) síðar revisor og leikskáld. —
Jacob Jensen var fulltrúi hjá fyrirtækinu, sem um árabil stóð á bak við
verzlun Gránufélags.
-i Þessi árin var Gröndal sem óðast að senda frá sér kennslubækur í helztu
greinunum, sem hann kenndi við skólann.
s Rúki er áður nefndur Eiríkur Jónsson, en hann var gamall skólafélagi
Gröndals frá Bessastöðum. Kona hans var dönsk, Jensine Petrine Jensen
að nafni.
<> Hátíðin þegar stytta Thorvaldsens var afhjúpuð á Austurvelli á afmælis-
degi listamannsins, 19. nóv. 1875. Leynir sér ekki að þá hefur meira verið
leitað til skáldanna Steingríms og Matthíasar en Gröndals um hátíðar-
ljóð.
7 Helga, eina barn Gröndalshjóna sem náði fullorðinsaldri, varð síðar kona
Þórðar Edilonssonar læknis og rnóðir Benedikts Gröndals verkfræðings.
* Helgi E. Helgesen (1831—90) guðfræðingur frá Prestaskólanum var skóla-
stjóri barnaskólans í Reykjavík 1862—90.
9 Kvittunin fylgir bréfinu enn, svo að þar er ekki um að villast.
6