Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 77
SKÍRNIR
SKIN OG SKUGGAR
75
dikt Gröndal og læðist þá ekki með veggjum. Hann skrifar 8.
febrúar 1880:
Tryggvi!
Jeg hef freistingar til að rita þér fáeinar línur út af nýja alþíngishúsinu.
I>að á að setja það á hinn Ijótasta stað sera hér hefir verið kostur á að fá, í
skammarkrók bæjarins þar sem Hróbjartur og Guðmundur í Traðarkoti
gerðu öll sín stykki.16 En menn tíma ekki að taka af túni landshöfðíngjans
svo húsið geti verið á þeim eina stað sem það tekur sig út á, nefnilega ann-
að hvort á Arnarhóli eða í línu með landshöfðíngjahúsinu. I'að er búið að
grafa grundvöllinn fyrir húsinu, en enn er ekki komið svo lángt, að eigi megi
breyta, náttúrl. með því að ónýta þennan grundvöll, og ætti það að vera á
kostnað nefndarinnar. Það eru fallegar nefndir, sem þið setið! Það eru fall-
egir kallar, sem þið trúið þessum verkum fyrir! Eins og húsið á nú að standa,
þá snýr það apturhlutanum að höfninni og öðrum gaflinum eða endanum
að bænum, og enginn sér það að framan nema fáeinir menn á bakarastígn-
um. Það er undarlegt að verja svo miklu fé þannig, að allt sé manni á eptir
til skammar, vegna nápíníngsskapar og smekkleysu. Þú ættir nú að hafa eins
mikið að segja hér eins og í gufuskipsmálinu; hér hefir og heyrst að „Arki-
tcktinn" (er það Meklahl?)!" liafi sett sig á móti því að byggja húsið annars-
staðar en þar sem Facadenl8 snéri á móti vestri; en hvað fara þeir eptir því
hér? Hér er hvur kúgunin framin á fætur annari af þessum smekklausu
nefndum, sem ekkert vit hafa á því sem á að gjöra. Það er raunar nokkur
huggun, að verði húsið bygt þarna sem nú er búið að grafa grundvöllinn, þá
getur það verið standandi yrkisefni um aldur og æfi, sem minnisvarði smekk-
leysunnar, þráans, eintrjáníngsskaparins og vitleysunnar, æfinleg minníng
þess, að ekkert tillit er tekið til almenníngs álits og tilfinnínga, því það er
ekki Reykjavík, sem á húsið, heldur er það eign landsins. Svona var farið að
þegar „tugthúsið“l9 var bygt, þá var allt gert vitlaust og öðruvísi en til var
ætlazt af byggíngameistaranum, svo allt fúnar sem þar er inni.
Þinn
Ben Gröndal
Um og upp iir 1880 tók að þyngjast undir fæti hjá Gránufélagi
og fleiri fyrirtækjum, sem Tryggvi var við riðinn. Var svo með
köflum á níunda áratugnum, að hann þurfti að hafa sig allan
við til þess að standa í skilum. Er þá skiljanlegt, að hann tók að
kalla ákafar eftir útistandandi skuldum en hann hafði áður gert.
Sumarið 1881 var Tryggvi í Reykjavík um þingtímann, þ. e.
hásumarið. Hefur hann þá samið við Gröndal um uppgjör og
gert það á þann liátt, sem hann hefur talið báðum koma bezt
eins og á stóð. Tryggvi var forseti og aðaldriffjöður Þjóðvinafé-